4.12.2014 | 13:44
Hlutur sjúklinga
Sennilega var heilbrigðiskerfið okkar aldrei gott. Afköstin léleg og kostnaðurinn mikill. Ástæðan einfaldlega rekstrarfyrirkomulagið. Núverandi launadeila lækna mun rústa þessu kerfi endanlega og undir það eiga ráðamenn að búa sig. Læknar sætta sig ekki við að starfa við óviðunandi aðstæður. Léleg laun og óhóflegt vinnuálag.
Læknar geta nefnilega ákveðið sjálfir sinn taxta. Alveg eins og iðnaðarmenn og lögfræðingar og sendibílstjórar. Launadeila eins og þessi er tímaskekkja. Aðkoma ríkisins á einfaldlega að snúast um hver kostnaður sjúklinga eigi að vera en ekki hver laun lækna eigi að vera.
Enn fundað í læknadeilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.