4.12.2014 | 18:13
Ráðslagið á RÚV
Alltaf kemur eitthvað nýtt í ljós um ráðslagið í ríkisrekstrinum. Við rekum opinbera Veðurstofu með fleiri hundrað starfsmönnum en svo er það einhver verktaki sem hirðir laun fyrir að birta spá ríkisveðurstofunnar í ríkisfjölmiðlinum!
Hvers vegna er ekki einhver vaktmaður á Veðurstofu Íslands látinn segja fréttir af veðri? Þarna er verið að misfara með fé. Til Veðurstofunnar er ráðstafað tæpum 1500 milljónum á þessu ári. En á móti koma einhverjar sértekjur. En greinilega ekki fyrir þjónustu við RÚV. Þær sértekjur fær einhver annar.
Þarna er bix sem þarf að laga. Engin ástæða til að kaupa veðurfréttaþjónustu af einkahlutafélagi. Bendi á að ítarlegar upplýsingar um veður og færð eru sífellt uppfærðar á ótal miðlum á netinu og túlkaðar af reyndum veðurfræðingum eins og Trausta Jónssyni til dæmis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta hafð ég ekki hugmynd um,það ætti þá að vera eins og Lotto útdrátturinn í beinni,þar sem Lottóið ræður kynnana sem koma fram.
Helga Kristjánsdóttir, 4.12.2014 kl. 18:41
Ríkisútvarp allra starfsmanna kalla ég þessa stofnun þegar ég er mest pirraður. Við þekkjum dæmin þar af ættar og vinaráðningum. Til dæmis var haldið áfram að moka peningum í Þórhall löngu eftir að hann hætti þar opinberlega. Svo sjáum hvaða velvild vinir Rásar 2 njóta. Þeir fá allan peninginn sem ráðstafað í innlenda dagskrá.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.12.2014 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.