5.12.2014 | 18:46
Misheppnaður símahrekkur
Logi Bergmann er stríðinn með afbrigðum. En nýjasti hrekkurinn missir þó algerlega marks. Því karakterinn Kenneth Máni er ekkert fyndinn. Hann er miklu fremur ósmekklegur. Og ástæðan er sú að það er til fólk eins og karakterinn er að herma eftir. Fólk sem talar samhengislaust og hefur gaman af að hringja í Útvarp Sögu og tala við Pétur Gunnlaugsson.
Því Pétur er mikið ljúfmenni og hann leyfir öllum að tjá sig. Líka Kenneth Mána.
Við vildum athuga hvað hann gæti haldið Pétri Gunnlaugssyni lengi á línunni. Hann nær að teygja sig í átta mínútur, sem er ansi vel gert. Og það er ekkert samhengi í því sem hann er að segja, ekkert samhengi. Logi hlær þegar hann leggur áherslu á að samhengisleysið í orðum Kenneths Mána og útskýrir nánar:
Hann talar meðal annars um að fara í fangelsi og borga sína skuld, en þurfa samt að borga skatta þegar hann kemur út. Þetta er auðvitað stórkostleg lína. Hann spurði líka: Hvar er skjaldborgin? og Pétur var alveg með á því.
Ef tilgangurinn var að hrekkja Pétur og gera gys að honum þá hefur grínið engan hitt fyrir nema gerandann og opinberar fordóma Björns Thors og Loga Bergmanns sem fannst þetta svona fyndið. Ef þeir 2 myndu hlusta meir á Útvarp Sögu, en minna á síbyljuna á Bylgjunni þá kannski myndu þeir þroskast aðeins. Ekki vanþörf á fyrir menn sem eru komnir á fertugs og fimmtugsaldurinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2014 kl. 19:15
Ég heyrði þetta líka endurflutt,en mér finnst þægilegra að sofna við talað orð heldur en síbylju músik.Ég hef hlustað á Sögu frá því Ingvi Hrafn talaði um allt milli himins og jarðar og sötraði kaffi á milli mála.--Ég varð einu sinni fyrir símahrekk. Síminn hafði verið bilaður er maður hringir og spyr mig einmitt um það. Ég játti því,þá bað hann mig að segja 3,sinnum bíb,bíb,bíb,til að athuga útkomuna. Ég brást ókvæða við, þar til hrekkjusvínið skellti uppúr,það var þá einn af Snæfellsættuðum vinum okkar. Þeir eru yndislega léttir þaðan.
Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2014 kl. 05:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.