Dómgreindarskertir þingmenn

vilhjalmur2.jpgNú hefur Vilhjálmur Bjarnason bæzt í ört stækkandi hóp þingmanna og ráðherra, sem opinberar dómgreindarbrest fyrir alþjóð. Í fréttum Stöðvar 2 var vitnað í Vilhjálm þar sem hann sá ekki muninn á pólitískum afskiptum í þágu einkahagsmuna og pólitískum afskiptum til að koma í veg fyrir hagsmunaspillingu.

Vilhjálmur sem á sæti í Efnahags og Viðskiptanefnd vill ekki að alþingismenn skipti sér af vafasamri sölu Landsbankans á eignum bankans. Þótt allir sem þora á annað borð að tjá sig, lýsi yfir furðu með aðferðafræðina.

Ef þessi afstaða Vilhjálms kallar ekki á afsögn þingmannsins úr þessari nefnd þá er það enn eitt dæmið um andverðleikavandamálið sem hrjáir íslenzka stjórnmálastétt. Ef þetta er almennt viðhorf stjórnarsinna í þessari nefnd þá er fundarboðunin á mánudag málamyndagerningur..  Þá grunar menn að um þessa sölu hafi verið vélað á bak við tjöldin og það sé búið að ákveða hverjir fái að kaupa bankana. Alveg eins og þegar síðast var einkavætt með hrikalegum afleiðingum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband