9.12.2014 | 16:06
40 mínútur af leiðindum
Eins og við var búizt þá er Hringborðið alverzta sjónvarpsefni sem sézt hefur í íslenzku sjónvarpi í 45 ár. Hverjum er ekki drullusama hvað Styrmi og Þórhildi finnst um kjaramál. Ef þetta á að vera svar við gagnrýni á popp væðingu RÚV þá er það ekki svo. Í fyrsta lagi þá verður fólk upp í Efstaleiti að fara að skilja muninn á útvarpi og sjónvarpi. Í sjónvarpi verður að vera einhver grafísk framsetning á efni sem um er rætt. Þarna var ekkert slíkt. Engin gögn sem studdu staðhæfingar þáttastjórnenda. Samt vantaði ekki mannskap sem kom að þessari útsendingu. Hvorki meira né minna en 15 manns á yfirvinnukaupi og þar af 2 sem áttu að sjá um grafíkina. Róleg vakt hjá þeim!
Og svo ætlar þetta lið upp í Efstaleiti að senda út og gera 7 þætti í viðbót. Ég heimta afsögn útvarpsstjórans. En fyrst á hann að reka dagskrárstjórann. Til hvers að hafa dagskrárstjóra ef útvarpsstjórinn lætur bara senda út það sem honum dettur í hug?
Var einhver að biðja um þátt í líkingu við Hringborðið? Nei, ég hef ekki orðið var við það. Ef svo var þá var nær að sjónvarpa "Í Vikulokunum" heldur en þessum leiðindum. Það sem er samt verzt við svona flopp þá læra menn ekkert. Menn taka aldrei neitt af dagskrá því þeim er sama hvað þrælaliðinu sem borgar, finnst. Ef einhver fagmennska væri í þessari stofnun þá notuðu menn nútíma aðferðir við öflun hugmynda og færu í alvöru vöruþróun við gerð dagskrárefnis. Öll alvöru fyrirtæki vinna öflugt markaðsstarf til að kortleggja þarfir neytenda. Hvar er sú deild á RÚV? það er ekki nóg að sinna markaðsstarfi meðal auglýsenda þótt allt snúist reyndar um það í þessari ömurlegu leiðindastofnun.
Og vegna þess að það skortir greinilega acut hugmyndir þá sting ég upp á að í stað Hringborðsins verði sent út frá málþingum og ráðstefnum sem alltaf er verið að halda í háskólunum okkar. Það væri virkilega þarft og spennandi verkefni. Eitthvað sem ekki hefur verið gert áður en full þörf er á að mínu mati. Háskólafólkið er of innilokað og það sem heyrist er yfirleitt tengt einhverri pólitík. Hvað er að gerast hjá Háskólanum í Reykjavík, Bifröst, Akureyri og HÍ, stofnun Sæmundar fróða? Hvernig fer Guðrún Pétursdóttir að að stýra allri þeirri vinnu fyrir utan að vera leiðbeinandi í ótal doktorsverkefnavinnu? Og hvað er að gerast í Listaháskólanum? Þetta er verkefni fyrir ríkisfjölmiðilinn að sinna. Ekki fleiri samtalsþætti og matreiðsluþætti PLÍS!
Eins og að ganga inn í rifrildi eldri hjóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Athugasemdir
Og ég sting upp á að RÚV fari strax í samstarf við Tækniháskólann og láti nemendur vinna vöruþróunarverkefni innan stofnunarinnar. Þar hefur greinilega engin slík vinna farið fram enda menn fastir í úreltum hugmyndum um eðli og hlutverk stofnunarinnar. En sorrý Magnús Geir,Ríkisútvarpið - Sjónvarp, er ekkert frábrugðin öðrum þjónustufyrirtækjum. Það á að stunda markaðsstarf og stöðuga vöruþróun. En þá þarf kannski fyrst að senda fólk á námsskeið til að skilja hvað vöruþróun er og hvernig hún nýtist í fjölmiðlarekstri
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2014 kl. 16:16
Ég sver að þegar ég kom að skjánum, og sá settið, blátónað og gamaldags, þá hélt ég að verið væri að endursýna eitthvað frá 1998, en þegar nánar var að gáð og Bogi var hvíthærður og hitt fólkið sjálfu sér líkt árið 2014, þá féllust mér hendur. Og hvað, eru ÞRÍR umsjónarmenn og hvað, TVEIR gestir? OG allt þetta fólk á að skipta á milli sín litlum 40 mínútum...?? Þetta gengur ekki. Ekki að reynsla og yfirsýn Styrmis og Þórh. séu lítils virði - þvert á móti. En þátturinn er skelfilega gamaldags og það sem verra er; enginn kemst að með sitt svo heitið geti.
Gaman væri að fjölga matreiðsluþáttum, maður sér aldrei of oft þegar einhver er að skera niður tómata og svoleiðis. Og hella fokkings ólívuolíu úr lítilli glerskál út á pönnu..
jón (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 00:10
Þú ert alveg með þetta Jón :)
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2014 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.