Málskrúð "menningarsinnans"

Nú þurfa menn aðeins að róa sig niður. Hver er þessi aðför að RÚV, sem alltaf er klifað á? Er það aðför að mótmæla nefskattinum? Er það aðför að finnast dagskrá sjónvarps of íþróttamiðuð?  Er það aðför að finnast yfirstjórn RÚV ófagleg?  Er það aðför að krefjast uppstokkunar á rekstri í því augnamiði að spara fé skattborgara?

Nei þetta er ekki aðför.  Þetta er málefnaleg gagnrýni sem ekki fæst rædd. Og hún fæst ekki rædd vegna þess að menn taka alltaf pólitíska stöðu. Menn sjá fingraför Davíðs Oddssonar í öllum hornum og eru haldnir sjúklegu hatri á persónunni Davíð Oddsyni.

Hvernig væri að þessir menningarsinnar allir sem einn færu nú á brainstorming með vini sínum Magnúsi Geir og reyndu að finna leiðir til að bæta reksturinn og um leið gera hann skilvirkari og ódýrari. Ef það kostar uppskurð á rekstrinum þá förum við í hann af ábyrgð. Að tala um að hin hefðbundna dagskrá sé klöppuð í stein og engu sé hægt að breyta af því menn túlka loðin hugtök laganna sér í hag er fáránlegt. Auðvitað má breyta öllum rekstrinum án þess að breyta lögunum. 

Til þess er stjórnin skipuð. Það er engin pólitísk íhlutun að fjárveitingavaldið skeri niður. Ef það er merki um pólitískar hefndarofsóknir þá eru menn illa haldnir af paranoiu og ættu að fara í viðtal...

Ég hef margoft bent á hvað betur mætti gera og ódýrara. Við höfum séð það gert á öðrum stöðvum en enginn vilji er til að breyta neinu hjá RÚV. Og það er mikil ráðgáta.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhannes Laxdal er ekki sá eini sem reynir að skreyta skrif sín með því að að skírskota til haturs á Davíð Oddssyni. Ég get satt að segja ekki ímyndað mér að margir innbyggjarar hati kallinn. Ég geri það allaveganna ekki, ég hata enga manneskju. Mér er hinsvegar ílla við afglapann vegna þeirra rústa, þeirrar drullu sem hann hefur skilið eftir sig sem "fyrrverandi" flestra æðstu embætta á skerinu. Enginn Íslendingur hefur orðið samfélaginu eins dýr og þetta stubbvaxna grey og hann er enn að drita í hreiðrið, sem hefur gefið honum mikið og gott skjól. Núna í nafni LÍÚ mafíunnar.

Jóhannes hefði mátt lesa góða grein eftir Þröst Ólafsson, sem birtist í mbl fyrir meira en mánuði síðan. http://blog.pressan.is/throsturo/2014/10/28/rikisutvarpid-hvad-naest/.

Það verður endalaust hægt að rífast um gildi og hlutverk RÚV í okkar samfélagi, en þeir sem að djöflast mest gegn þeirri stofnun í dag eru aumir þjónar spillingar- og peninga mafíunnar, fremur en áhugamenn um menningarhlutverk hennar, né góðan rekstur. Yfirleitt hafa framsjallar lítinn áhuga á menningu. Þorrablót er þeirra stærsta menningarhátíð.

Fyrsta útsendingin á Hringborðinu fannst mér hrein katastrófa, á lágu plani, með vanhæfa stjórnendur. Ég er kannski mjög krítiskur, þar sem ég er mikið erlendis og fylgist vel með umræðuþáttum í t.d. þýskumælandi löndum, sem eru á háu plani. En það gat ekki boðað gott að fela Stasi-Styrmi, þeim afturhaldsseggi með afar þröngan "horizon", m.a. vegna þess að hann hefur lítið sem aldrei dvalið erlendis, að sitja við hringborðið. Eitthvað hafa menn líklega verið hugsi, sóttu því aðra risaeðlu til að koma á "jafnvægi", því einhver hafði sagt þeim að mínus sinnum mínu væri plús, gleymdu því hinsvegar að mínus plús mínus er enn stærri mínus. 

Minnir á tilskipun Geirs Guðblessa í sendiherrastöðu um leið og Árni nokkur Þór Sigurðsson fékk svipaða tilskipun.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.12.2014 kl. 20:39

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Haukur ég þarf ekkert að skreyta skrif mín :) Ritstjóri DV gerði það og ég nefndi það sem dæmi um málskrúð. Einmitt með sömu rökum og þú notar. En ég held ekkert að valið á Styrmi og Þórhildi hafi neitt með flokkspólitík að gera eða eitthvað ímyndað umræðujafnvægi. Hugmyndin var bara arfavitlaus og dæmi um þann skort á faglegri stefnumörkun sem hrjáir stofnunina. Ég trúði að Magnús hefði meir til að bera en hann hefur sýnt en svo virðist ekki vera.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2014 kl. 21:07

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

p.s Við ættum kannski að þakka bara fyrir að hann valdi ekki Guðna Ágústsson..

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2014 kl. 21:09

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

p.p.s Takk fyrir linkinn á grein Þrösts. Sé ekki annað en hann taki undir mína gagnrýni að stofnunin sé of auglýsingamiðuð og of lítið hlustendavæn. Og ég sé ekki að hann taki neitt undir með menningargjömmurum eins og Hallgrími Thorsteinssyni, Guðmundi Andra eða Forstjóra Hörpu. En svo fer hann aðeins í pólitíska frakkann þegar hann talar um pólitíska menningartómarúmið. Gagnrýnin á fréttastofu RÚV er þessu óviðkomandi.  Hún er rætin og persónuleg.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2014 kl. 21:26

5 identicon

Mér finnst Þröstur Ólafsson einn af bestu greinahöfundum landsins. Í gær (Fréttablaðið) og í dag (Eyjan) birtist grein hans: "Þjóðernisöfgar, fávísi og stríð". Mjög vel skrifað og á erindi til allra. Kannski skrifar hann of góðar greinar, of krefjandi fyrir þorra lesanda. Menn velja frekar "junk food" og ekki vantar framboðið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.12.2014 kl. 22:24

6 identicon

Hér er eitt gullkornið frá Þresti:

"Spurning dagsins: Þröstur, er ekki næsta skrefið útrás?  Jú, næsta skrefið í útrás okkar er að kenna Norðurlandabúum hvernig þeir geti grætt á félagslegu leiguhúsnæði."  (Fréttablaðið 20. mars 2006:2).

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=271627&pageId=3889251&lang=is&q=%DEr%F6stur%20%D3lafsson 

Fagnaðarerindi Þrastar á einstaklega vel við nú í jólamánuðinum :)

Þessi menningarsinni sem þú vísar til Jóhannes kastar sandi í allar áttir en staðreyndin er sú að RÚV er ekki menningarstofnun.  Gagnasafni stofnunarinnar hefur verið eytt og það litla sem eftir er liggur undir skemmdum.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband