10.12.2014 | 19:26
Hefur ekkert breytzt?
Mig grunar að samstaðan með RÚV sé pólitísk en hvorki praktísk né málefnaleg. Enginn skynsamur maður getur verið ánægður með dagskrá RÚV eins og hún er orðin. Og það er ekki hægt að réttlæta lélega dagskrá með lágum styrkjum þegar menn fá þó enn 4 milljarða af almannafé og afla sér líka umtalsverðra sértekna. Samt er búið að minnka stofnunina frá því sem hún var fyrir breytingarnar 2008. Semsagt við erum að fá miklu lélegri þjónustu fyrir miklu hærri greiðslur.
Í dag er lítil sem engin þjónusta við landsbyggðina, lítil sem engin innlend dagskrárgerð, enginn alvöru skemmtidagskrá, og engin almannaþjónusta á talrásum.
Og þegar listamenn storma næst á Austurvöll til að styðja áframhaldandi skattakúgun VG þá ætti þetta sama fólk að spyrja sig hvernig það sjálft myndi vilja hafa RÚV. Og velta því fyrir sér hvort skattfénu okkar sé vel varið í höndum núverandi stjórnar RÚV.
Helst af öllu vildi ég fá aðgang að bókhaldi RÚV 10 ár aftur í tímann. Þá skyldi ég finna raunverulega ástæðu fyrir taprekstrinum. Ég einfaldlega kaupi ekki skýringar stjórnarinnar. Til dæmis hefur ekki verið útskýrt hverjir njóta þessara lífeyrisgreiðslna og ekki heldur hver lánaði fyrir byggingu útvarpshússins og af hverju ekki er hægt að borga það lán upp. Þarna er maðkur í mysunni sem full þörf er að fara í saumana á. Listaelítan á ekki að láta nota sig sem peð í sýndarátökum fjórflokksins.
Samstöðufundi um RÚV frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, skoðum bókhaldið og reddum gagnasafninu. Þetta er uppeldisstöð og sandkassi fjórflokksins. Þegar reksturinn er í molum dettur útvarpsstjóra það eitt í hug að troða snuði upp í Styrmi og Þórhildi. Veruleikafirringin er algjör.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 20:09
Það er staðreynd að endurskoðendur skoða ekki bókhald fyrirtækja. Þeir fara yfir afstemmingar og ef þær stemma þá lýkur athugun. Alvöru endurskoðun er miklu flóknara ferli. Þá er skoðað hvað stendur á bak við hverja útgjaldafærslu. Ef reikningur er borgaður þá er athugað hvort hann hafi verið færður til tekna á réttum stað (follow the money). Það er ekki ásættanlegt að bókhaldi stofnunarinnar hafi verið skotið undan eftirlitsaðilum með ohfvæðingu stofnunarinnar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2014 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.