10.12.2014 | 22:13
RÚV - Af því bara
Menn eru nú að missa sig unnvörpum yfir því að allir hinir séu ekki skattpíndir áfram. Mjög sérstök múgæsing verð ég að segja. Nú er ekki verið að aflétta sköttum af hinum efnameiri, nei þvert á móti er verið að minnka skattaálögur á almenning og lögaðila, sem er skref í áttina, en samt mótmæla menn. Hvað er með þetta skattablæti vinstri elítunnar???
Málið snýst um réttlæti og jafnræði. Skatta má ekki leggja á nema rík ástæða sé til. Það er engin rík ástæða til þess að reka fjölmiðil fyrir skattfé almennings og leyfa HONUM LÍKA AÐ KEPPA Á FÁKEPPNISMARKAÐI UM AUGLÝSINGAR, EFNI OG KOSTUN. það er bara engin ástæða til árið 2014.
En fjórflokkurinn gerði RÚV að gæluverkefni árið 2008 og það var ástæða uppákomunnar í þingsal í dag. Að það hafi smitað út í fésbók og sumir bloggarar látið málið til sín taka er ekki merki um meirihluta stuðning við óbreyttan útvarpsskatt. Menn skulu varast að draga þær ályktanir.
Hvaða menningarumfjöllun fer fram á RÚV sem enginn annar sinnir? Skoðum dagskrá Rásar 1 í dag. Þar eru kannski 4 dagskrárliðir sem eru áhugaverðir fyrir einhverja sem hafa ekkert annað að gera. Samfélagið, Spjall um listrænt framhaldslíf fornbókmennta, Víðsjá og Spegillinn. Allt annað er lapþunnt dægurefni sem er hugsað til uppfyllingar milli auglýsinga, frekar en að einhver hlusti í raun og veru. Dæmi: þátturinn "Segðu mér". Hann er ekki að finna á podcast sem þýðir bara eitt að öllum er sama um þann lið.
Miðað við þetta virðist mjög auðvelt að setja saman dagskrá fyrir menningarútvarpsrás. Stöð sem þyrfti fáa starfsmenn og útvarpaði samt efni allan sólarhringinn. Dagskráin sjálf yrði kannski bara 6 klst af efni en endurflutt á hinum tímum sólarhringsins. Með þessu næðist sparnaður sem ætti að nota til að gera menningartengda sjónvarpsþætti um lífið í landinu ala "Landinn". Landinn ætti að vera á dagskrá á hverjum degi.
Og flytja meiri fréttir af daglegu amstri þjóðarinnar, ekki bara amstri listaelítunnar og leikhúslífi og tónleikahaldi. Lífsins symphony er ekki flutt í Hörpu, ef menn halda það
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2014 kl. 04:19 | Facebook
Athugasemdir
Góð grein hjá þér Jóhannes.
Reyndar er það svo að í dag er ekki mikið lengri frumflutt dagskrá á ruv en þú leggur til. Flest kvöld og allar nætur er enddurtekið efni. Því er erfitt að skilja allann þann kostnað sem á stofnunina fellur.
Gunnar Heiðarsson, 11.12.2014 kl. 08:02
Já Gunnar, fjármál RÚV þarfnast nánari skýringa. Páll Magnússon minnkaði þessa stofnun meir heldur en sem nemur hlutfallslegri lækkun útvarpsskattsins en samt er félagið ógjaldfært. Af hverju fylgja menn ekki lögum og setja það í þrot? Almannaútvarp án hirðis verður aldrei rekið með hag ríkisins að leiðarljósi. Menn munu sóa því fjármagni sem þeim er úthlutað og ekki skeyta um rekstrarlega hagkvæmni. Þess vegna er frændhyglin og vinavæðingin svo áberandi hjá RÚV. Þetta er munurinn á ríkisstofnun og einkareknu fyrirtæki. Það er enginn að segja að nefskatturinn sé hár. En hann er óréttlátur nauðungarskattur. Samt myndi ég glaður greiða ef forráðamenn stofnunarinnar breyttu stefnunni úr því að þjóna auglýsendum í það að þjóna áhorfendum-hlustendum. Auglýsingar munu hverfa úr sjónvarpi og færast yfir á netið. Þess vegna á RÚV að taka skrefið núna og búa til sjónvarp sem ekki er háð auglýsingum. Ekki alltaf láta hrekja sig úr einu víginu í annað. Vörumerkið RÚV nýtur ekki sömu velvildar og Ríkisútvarpið gerði. Ég held menn séu dálítið að rugla þessu saman
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2014 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.