Er Skagafjörður ríki í ríkinu?

Nú er mælirinn fullur. Nú verður að fara að stoppa valdagræðgi Þórólfs kaupfélagsstjóra. Þótt hann hafi keypt Framsóknarflokkinn og ráði þar öllu, þá hefur hann ekkert umboð frá almenningi til að skipa fyrir um flutning ríkisstofnana heim í hérað.

Að flytja rekstur LHG í Skagafjörð er vitlausara en tali tekur. Að efla veiðar og vinnslu vill þessi höfðingi ekki enda skarast það við hans eigin hagsmuni. Hér áður var mikill uppgangur á öllu Norðurlandi og annars staðar, sem tengdist sjávarútveginum. En kvótagreifarnir lögðu mörg smærri byggðarlög í eyði með tilflutningi á aflaheimildum og sköpuðu þetta ástand sem nú á að laga með flutningi ríkisstofnana til landsbyggðanna.

Ekkert er talað um að endurskoða fiskveiðiráðgjöfina. "Why" .myndi Malala spyrja

Nú reynir fyrir alvöru á þanþol Sjálfstæðisflokksins. Munu þeir gleypa þessar hugmyndir eins og flutning Fiskistofu?   Eða verður þetta fleygurinn sem splundrar ríkisstjórninni?

 

 


mbl.is Leggja til flutning fleiri stofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband