Samráð um lækkun vörugjalda

Talaði maðurinn af sér?

Ómar Valdi­mars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­kaups, sem meðal ann­ars rek­ur Nettó og Sam­kaup, seg­ir að verið sé að breyta verðmerk­ing­um vegna virðis­auka­skatts­ins. Ómar seg­ir að það eigi eft­ir að taka birgðastöðuna og því sé ekki búið að lækka verð vegna vöru­gjald­anna. Þá seg­ir hann skipta máli hvernig aðrir á markaðnum fram­kvæmi þetta. „Það er eng­in bein lína í þessu held­ur verður að skoða ým­is­legt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að vinn­an sé tíma­frek og kostnaðar­söm. Vöru­gjöld­in verði þó ekki innifal­in í verði þeirra vara er koma með næstu send­ing­um

Hvernig getur það skipt máli hvernig aðrir á markaði framkvæmi þetta?  Menn eru búnir að hafa rúman tíma og svona undanflæmingur virkar ótrúverðugur og sannfærir mig um að vörugjaldalækkunin muni ekki skila sér að fullu í vasa neytenda. Alveg sama þótt innan um séu heiðarlegir kaupmenn sem vilji vel þá munu þeir einmitt horfa til þess hvernig aðrir framkvæma þetta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband