2.1.2015 | 13:41
Samráð um lækkun vörugjalda
Talaði maðurinn af sér?
Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaups, sem meðal annars rekur Nettó og Samkaup, segir að verið sé að breyta verðmerkingum vegna virðisaukaskattsins. Ómar segir að það eigi eftir að taka birgðastöðuna og því sé ekki búið að lækka verð vegna vörugjaldanna. Þá segir hann skipta máli hvernig aðrir á markaðnum framkvæmi þetta. Það er engin bein lína í þessu heldur verður að skoða ýmislegt, segir hann og bætir við að vinnan sé tímafrek og kostnaðarsöm. Vörugjöldin verði þó ekki innifalin í verði þeirra vara er koma með næstu sendingum
Hvernig getur það skipt máli hvernig aðrir á markaði framkvæmi þetta? Menn eru búnir að hafa rúman tíma og svona undanflæmingur virkar ótrúverðugur og sannfærir mig um að vörugjaldalækkunin muni ekki skila sér að fullu í vasa neytenda. Alveg sama þótt innan um séu heiðarlegir kaupmenn sem vilji vel þá munu þeir einmitt horfa til þess hvernig aðrir framkvæma þetta
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.