8.11.2015 | 16:31
Þjóðkirkjan og félagslega styrkjakerfið
Skerðingar bóta eru óréttlæti sem maður hélt að ætti sér bara stað hjá Tryggingarstofnun. En nú berast fréttir innan úr herbúðum kirkjunnar að þar líti fólk svo á að kirkjan sé í reynd á félagslegu framfæri ríkisins. Eða hvernig ber að túlka þessi orð öðruvísi.
"það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni."
Þessi hugsunarháttur er afar sérstakur. Jafvel fyrir kirkjunnar þjóna! En ekki sízt er svona hugsunarháttur skaðlegur fyrir afkomu ríkissjóðs. Kirkjan er ekki bótaþegi. Kirkjan er ekki einu sinni alvöru trúfélag. Kirkjan er bara ríkisstofnun á B-Hluta fjárlaga og sem slík á hún að kappkosta að létta byrðar ríkissjóðs þar sem því verður við komið? Kirkjan er í færum til að afla sér sértekna og það á hún skilyrðislaust að nýta sér . Vegna þess að við það lækka framlög ríkisins en ekki þótt að þau lækki..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.