18.1.2016 | 22:37
Aulahrollur vegna skrifa Ögmundar
Oft er talađ um ađ pólitískt minni kjósenda sé skammt. Ţađ má vel vera en stundum finnst manni sem pólitískt minni pólitíkusanna sjálfra risti enn grynnra. Til dćmis skrif fyrrverandi innanríkisráđherra á samnefndan vef í kvöld.
Ögmundur skrifar: "Hér er ríkisstjórnin ađ ţjóna fjármagninu eins og fyrri daginn. Á sama tíma og fjármálaráđherrann gengur erinda peningamanna "
Ţetta vćri góđ athugasemd ef hún kćmi ekki úr penna manns sem stóđ ađ baki ţeirrar ríkistjórnar sem harđast hefur gengiđ fram af öllum ríkisstjórnum á lýđveldistímanum, ađ ţjóna fjármagninu á kostnađ skuldsettra heimila. Ef svona tvískinnungur er ekki tilefni aulahrolls hjá fleirum en mér ţá er ég illa svikinn.
Ögmundur ćtti ađ hafa manndóm í sér til ađ afneyta fyrrverandi ríkisstjórn og útskýra hvers vegna hann er ennţá í VG. Ef hann er svona mikill prinsipmađur, afhverju fylgdi hann ekki fordćmi Lilju Mósesdóttur og Atla og sagđi sig úr hinu vanheilaga bandalagi Steingríms og AGS. Međ ţví hefđi hann veriđ mađur ađ meiri.
Ögmundur hefur reist sinn minnisvarđa og svona skrif breyta engu um ţann sess sem hann valdi sér í sögunni. Pólitískur alzheimer á síđari tímum breytir engu ţar um.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.