Ég treysti Sigmundi í skipulagsmálum miðborgarinnar

Ég verð að hrósa Sigmundi fyrir að láta ekki nægja að gagnrýna slæmt skipulag eins og flestir, heldur gerir hann eitthvað í því. Það er ánægjuleg nýbreytni hjá forsætisráðherra íslands. Hvort hann sé að misnota völd sín og ráðstafa fjármunum án heimildar tel ég aukaatriði í þessu máli. Hann er bara að bjarga skipulagsklúðrinu sem Dagur B. var búinn að koma borginni í og það er aðalatriði þessa máls.  Ég bíð spenntur eftir útkomunni hjá arkitektinum sem verður fenginn til að gera breytingarnar á þessum byggingum. Og því skal haldið til haga að hér er um samstarf og samkomulag við lóðarhafa að ræða.  Það er ekkert offors eins og þegar fulltrúar síðustu ríkisstjórnar vildu taka skipulagsvaldið á Alþingisreitnum af borginni og færa það til Alþingis eða þegar menn í alvöru vilja að ríkið taki sér skipulagsvald yfir öllum innanlandsflugvöllum.


mbl.is Sigmundur vill makaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann vill greinilega Wall street í miðbæinn eins og Davíð og gerir hvað hann getur til að drepa verslun þar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.1.2016 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband