Loksins umræða um TISA

http://nordichouse.is/event/tisa-open-meeting/

Opinn fundur í boði Dögunar(Stjórnmálaafls) í salnum í Norrænahúsinu Vatnsmýri, klukkan 8 í kvöld fimmtudag 28 janúar.

Fundarstjóri: Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri.
1. Bergþór Magnússon fulltrúi úr samninganefnd Íslands um TISA kynnir samningaviðræðurnar
2. Gunnar Skúli Ármannsson fulltrúi Dögunar
3. Kristinn Hrafnsson starfsmaður Wikileaks

Fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi hefur verið boðið á fundinn og óskað er sérstaklega eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
A) Hvað vitið þið um samningaviðræðurnar?
B) Vitið þið meira en almenningur?
C) Eruð þið hlynnt eða andvíg því að Ísland taki þátt í TISA samningaviðræðunum?
D) Eruð þið hlynnt eða andvíg því að TISA samningurinn verði samþykktur án umræðu á Alþingi?
E) Eru þið hlynnt eða andvíg því að TISA samningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þetta er löngu tímabært framtak því þátttaka okkar í þessum samningaviðræðum hefur staðið lengi en farið dult. Í hvers umboði er líka óljóst því talað er um að undirritun þessa samnings feli í sér fullveldisafsal. Þeir sem ekki komast á fundinn geta hlustað á beina úsendingu á http://livestream.com/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég horfði á þennan fund í netútsendingunni og upplifunin var góð.  Stóð mig að því, að næstum klappa fyrir góðum tilþrifum ræðumanna a.m.k. tvisvar sinnum,  sem var dálítið vandræðalegt sitjandi einn heima í stofu.  En  ég hefði spurt þennan Högna ráðuneytisstjóra hvers vegna þessi þorbergur hafi verið valinn sem fulltrúi Íslands í samninganefndina. Frammistaða hans á fundinum var svo léleg að hafi maður efast um ferlið fyrir þá jókst tortryggnin frekar en að minnka við vandræðaganginn í þessum manni.  Hann var svo taugaveiklaður og óstyrkur að maður næstum vorkenndi honum. En þá líka magnast samsæriskenningarnar, Hverjir hagnast á þessum samningum og hverjir ráða í raun samningsviðmiðum og hvað verður sett í skuldbindingakafla Íslands í þessum samningum sem virðast vera á lokametrum þótt ráðuneytisguttarnir hafi reynt að ljúga öðru.  Getur verið að útrásarauðmenn í orkugeiranum séu að skuldbinda íslensk stjórnvöld til að geta arðrænt útlendinga í krafti einhverrar sérþekkingar í nýtingu jarðhita?  Eru fyrrverandi starfsmenn OR og Árni Magnússon og eingendur Orku Energy á fullu bakvið tjöldin að skuldbinda Ísland?  Því ég sé ekki ávinninginn fyrir hinn venjulega Íslending að vera að standa í þessu samkrulli með þjóðum sem eru þúsund og milljónfalt stærri.  Hvers lags stórmennskubrjálæði er það að halda að við getum bæði varið fullveldi og innlenda markaðinn jafnframt því að hagnast á svona samningum.  Það er full ástæða til að krefjast þess að við drögum okkur út úr þessu bulli.

Og það kom í ljós að pólitískt kosnu fulltrúarnir vissu ekkert um þessa samninga umfram það sem lekið hefur og kom fram hjá Kristni Hrafnssyni og Gunnari Skúla á fundinum.  Sérstaklega vandræðalegt að hlusta á yfirborðsmennskuna í fulltrúa FG. Og af hverju sendi Sjálfstæðisflokkurinn ekki sinn fulltrúa?  Hvers lags fyrirlitninga er það?  En fundurinn staðfesti þrennt.  1. Það er verið að fremja landráð  2. Það er of seint að grípa í taumana 3. Svarar Gestsson lærði ekkert af icesavesamningunum sínum

Ég er enn með aulahroll þegar ég hugsa um spurningarnar sem hann lagði fyrir fundinn, maður með hans fortíð ætti ekki að taka af sér hauspokann fyrr en hann hefur beðið þjóðina afsökunar á Svavarssamningunum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2016 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband