G(óðir) & G(egnir) handvaldir af Steinþóri...aftur!

Nú þarf greinilega að hafa snarar hendur við að úthluta bestu bitunum úr eignasafni Landsbankans til góðra og gegnra sjálfstæðismanna eða hver trúir að byggingafélag sé að fjárfesta í byggingalóðum sem ekki stendur til að nýta á næstu árum?  Þessar ósvífnu útskýringar Landsbankastjórans eru móðgun við heilbrigða skynsemi hvorki meira né minna. Að selja byggingaland sem er verðmetið á 3.2 milljarða, fyrir 1/3 af þeirri upphæð er gjöf en ekki gjald.  Hvernig sem á það er litið.  Opið og gegnsætt söluferli felst ekki í örlætisgjörningum svo því sé haldið til haga.  En auðvitað er ekki hægt að hafa eftirlit með öllu sem þessir menn eru að bralla svo krafan er einfaldlega að allt þetta fólk víki. Bankastjórnin. bankasýslan og stjórn bankans.  Þetta fólk er trausti rúið.  Og miðað við að alþingi hefur nú þegar heimilað sölu á 30% hlut í Landsbankanum þá gengur ekki að einkavinir fari ránshendi um eignasafn bankans í "opnu og gegnsæu" baktjaldamakki Steinþórs Pálssonar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband