Nýr vinkill á Borgunarmálið

haukur_oddsson.jpgNú þegar áhuginn á Borgunarklúðri Landsbankastjórnenda virðist vera að dofna er ekki úr vegi að velta upp nýjum vinkli á það mál. En sá vinkill snýr að svikagjörningi stjórnenda Borgunar með forstjórann í farabroddi. Nú er það svo að þótt tekist hafi að "plata" Steinþór Pálsson og Landsbankinn sé ekki lengur eigandi að þriðjungshlut í Borgun þá á ríkið samt enn meirihluta eða 63.47% í fyrirtækinu í gegnum Íslandsbanka og ætti því tæknilega að geta skipt um stjórnendur í Borgun ef pólitískur vilji er til þess.  Bjarni Benediktsson virðist búinn að átta sig á því að pólitískri ábyrgð lýkur ekki hjá ráðherra efnahagsmála þótt búnar séu til stofnanir eins og Bankasýsla og Fjármálaeftirlit.  Sem viðskiptavinur Íslandsbanka þá finnst mér það eðlileg krafa að Haukur Oddsson víki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband