Nei Þorgerður, ekki vera fáviti

Það er enginn búinn að gleyma þínum innherjasvikum!

Ríma af Þorgerði Katrínu

Til innherja alls ekki teljast
ef af Flokknum til ábyrgðar veljast
Þótt Þorgerður þætt' ekki hlýðin
þá tókst henn' að dáleiða lýðinn

Sem yfirmann íþrótt' og menntar
af því að öllum það hentar
þingflokkur Þorgerði setti
og þjóðin tók andköf af létti

Þá var hér þjóðlíf í blóma
fólk þekkt' ekki Steingrím og Dróma
Þá var hlegið og grillað í Hruna
það hljóta nú allir að muna.

En lofa skal dag hvern að kveldi
kænn gerðist Baldur og seldi
bréfin sín bankanum í
en Brown bar nú ábyrgð á því

Þá Þorgerður þurfti að fara
því gift var hún Kristjáni Ara
Það fannst engum undrunum sæta
enda áttu þau hagsmun' að gæta

Er læddist að Hafnfirska húmið
hjónin sér hröðuðu í rúmið
Andlega órótt í geði
enda fjárhagsleg staða í veði

Undir konuna settur er koddinn
Kristján vill fá sér á broddinn
Við atganginn allt fer í lakið
uppgefin leggjast á bakið

Þá formaður Flokksins til vara
frétt sagði Kristjáni Ara
að allt vær' að fara til fjandans
-Fallvölt er frjálshyggja andans-

Og grípa þau verði til varna
og verjast með Einar' og Bjarna
sem björguðu Engeyjar auðnum
undan nefinu á Lárusi sauðnum

En nú var úr vöndu að velja
verðbréfin mátt' ekki selja
Græðgislán glóparnir taka
sem get' aldrei borgað til baka

Arðsemi bréfanna búið
bankahrun varð ekki flúið
En fléttan sem fullkomnar ránið
felst í að afskrifa lánið

Nú áhyggjum þeirr' er að slota
enda 7 Hægri löngu gjaldþrota
En álögur væru hér lægri
ef lögsótt við gætum 7 Hægri

-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar_


mbl.is Þorgerður Katrín íhugar framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í Guðanna bænum hlífðu okkur við þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2016 kl. 20:53

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Dýrt kveðið Jóhannes - fyrir okkur gullfiskana.

Jónatan Karlsson, 24.2.2016 kl. 07:05

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér er mikið kveðið.

Fylgismenn Lindu Pé koma til með að segja; ,, Þoka þú Þorgerður Katrín fyrir konu þessari."

Báðar er mjög fallegar og sem fv. búfjárræktarráðunautur væri spennandi að taka mál af þeim og væri fróðlegt að vita hver hefði vinningin.

Já það er ekki hægt að segja annað en að það eru spennandi tímar fram undan á Íslandi eins og sagt var í aðdraganda hrunsins.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.2.2016 kl. 08:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meinti Þorgerði Katrínu, ef það hefur farið á milli mála. smile Vísurnar eru flottar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2016 kl. 08:58

5 identicon

Einmitt það sem vantaði, spilltan kaþólikka á Bessastaði.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2016 kl. 10:44

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur lagt talsvert í þetta, Jóhannes, stuðlasetning reyndar (þrátt fyrir að vera auðveld með 3 kveður í hverri línu, nánast ekki hægt að rangstuðla, nema þú setjir stuðul á áherzlulaust atkvæði og ef þú hefur höfuðstafinn ekki réttan, sem þú kannt þó alveg) ... stuðlasetning reyndar ekki fullkomin (og einna sízt í: En lofa skal dag hvern að kveldi), nema við leyfum okkur hér það, sem er kannski bara ágæt tilbreyting, að kveða óvenju-hart og lengi, í gamansömum anda þó, að höfuðstafs-orðinu í 2. eða 4. línu á stundum og lesa svo framhaldið hratt, nánast eins og í rappi, því að ella væru þarna (í 1:2, 1:4, 5:2, 6:4, 9:4 og 12:2, næstsíðasta erindi) komnar 4 kveður í viðkomandi línur og allur taktur úr lagi færður -- eða ætlazt til, að orð eins og "enda" og "undan" í 6:4 og 9:4 verði lesin sem áherzlulausir, tveggja atkvæða forliðir, en þá væri líka vanstuðlað. Í 5:4 ættirðu hins vegar að hafa úrfellingarmerki á eftir orðinu enda (enda´ áttu þau hagsmuna´ að gæta).  En þú ert líka maður sem hefur fullt vald á þessu. Gerist samt einum of aðgangsharður hér að einkalífi fólks – þetta er alvörufólk, Jói, ekki meðal skáldaðra persóna þinna!

Jón Valur Jensson, 24.2.2016 kl. 14:27

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér á ég sjálfur ... ekki rímu, heldur þulu af annarri stjórnmálakonu (sjá hér neðst):

BIRGITTUBRAGUR: Skagfirzk er fegurðin fáu lík ...

 

Skagfirzk er fegurðin fáu lík

og flóinn blái við Reykjavík,

en Kolkrabbinn grúfir Króknum yfir

með KS að vopni, svo fátt þar lifir:

mafíubæli hann orðinn er

(amma mín fæddist nærri hér),

og sögur ég elska af öllum þar

nema´ einum Þórólfi. Spillingar-

díkið er harla djúpt hér víða,

en dásemd þó mest, er sumarblíða

gagntekur hug minn; en auðæfin öll,

sem einn, tveir náðu, þau valda mér kvíða,

ef komast þau flest í kaupfélagshöll,

og eins þegar Píratar mannorðsmyrtir

(þó mátulega í brók sína gyrtir)

fá ekki´ að spinna sinn spunaþráð,

spjallandi´ á þingi í lengd og bráð

og helzt um allt og ekkert, svo fáum

atkvæðin mörg frá harla ófáum.

En Glerhallavík var geysifögur,

sem geit á fjalli þá var ég og mögur

og ærslaðist meira´ en má ég nú,

maddama, kerling og virðuleg frú.

En Sikiley Norðursins sótt fæ ég ekki,

því Sódóma Reykjavík, ljóta með hrekki,

tafði þá för mína´ og flatri mér skellti 

í fúlum pisspolli´, er nef mitt ég elti,

því það var sú stefna, sem þá ég tók,

þurrbrjósta´ af þingi. Svo rann á mig mók,

og mig dreymdi um fagra dísarhöll,

þá dásemd í Brussel, sem náum við öll

í þingflokknum, aðeins ef þrasið við kveðjum,

þjóðina svíkjum, á ESB veðjum!

 

Birgitta segist elska Skagafjörð

Menn þurfa helzt að lesa þann fréttartengil 

 til að skilja þennan brag!

Jón Valur Jensson, 24.2.2016 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband