Að sleikja rétta rassinn

Þeir sem bítast um innlenda dagskrárgerð fá nú að kenna á markaðsráðandi stöðu RÚV. Rúv ræður því hver lifir og hver deyr á þeim markaði.  Nú hefur Skarphéðinn Guðmundsson ákveðið að slátra Stórveldi Huga Halldórssonar.  Á sama tíma sér maður ný fyrirtæki koma inn hjá RÚV, sem litlar upplýsingar finnast um en hafa það sameiginlegt að setja þennan ríkisstarfsmann, Skarphéðinn Guðmundsson á creditlista framleiðslu sinna.  Þetta heitir á götumáli að sleikja rétta rassgatið. Það eina sem Skarphéðinn leggur til er dagskrárvald RÚV sem stærsta kaupandans á markaðinum.  Þetta er í mínum Huga argasta spilling.

RÚV þarf að taka á þessum málum og uppræta þessi vinnubrögð strax.  Dagskrástjórinn á ekki að vera á creditlista sjónvarpsþáttar frekar en Laufey Guðjónsdóttir á að vera á creditlista kvikmynda sem Kvikmyndasjóður styrkir.  Laufey eins og Skarphéðinn, er bara ríkisstarfsmaður að vinna í almannaþágu.  Nú þarf Magnús sjónvarpsstjóri að ganga í þetta mál.  Uppræta þarf áralanga spillingu sem innleidd var undir stjórn Páls Magnússonar og sem þetta er angi af.  Í leiðinni þarf að rannsaka tengsl Þórhalls Gunnarssonar við dagskrádeildina.

Sérstaklega væri áhugavert að fá upplýsingar um kvikmyndafyrirtækið Task 4 Media og Eirík Böðvarsson og samstarf þeirra við RÚV.  En Task 4 media virðist hafa setið eitt að verkefnum hjá RÚV síðustu 2 ár. Eru þetta starfsmenn RÚV sem verið er að hygla sérstaklega eða eru einhver annarleg sjónarmið sem ráða á bak við tjöldin?

Almenningur á rétt á upplýsingum um fjármál þessa fyrirtækis.  Ég er sannfærður um að þar er ennþá pottur brotinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband