19.3.2016 | 09:22
I told you so
Klúðrið í sambandi við hönnun, byggingu og takmarkaða nýtingu Landeyjarhafnar er skólabókardæmi um hvernig embættismenn og sérfræðingar eru alls ófærir um að viðurkenna mistök og bera ábyrgð á þeim. Um pólitíkusa gildir annað. Siglingamálastofnun og síðar Samgöngustofa og siglingasvið Vegagerðarinnar bera alla sérfræðilega ábyrgð á þessu klúðri og þeirra er að gera Alþingi og ráðherra grein fyrir stöðunni og viðurkenna að þessi höfn verði aldrei heilsárshöfn, hvað sem öllum vonum líður. Þá og aðeins þá, getur ráðherra axlað sína ábyrgð og fyrirskipað lokun Landeyjarhafnar yfir vetrarmánuðina og eflt í kjölfarið samgöngur til Þorlákshafnar með 2 ferjum. það veitir ekkert af eftir því sem Eyjamenn telja.
Ef menn hafa þann kjark sem til þarf, má draga stórlega úr kostnaði við að hafa Landeyjarhöfn opna allt árið. Því eins og reynslan sýnir þá fyllist þessi sandgildra í vetrarstórviðrunum og það eina sem gæti komið í veg fyrir það er hreinlega að loka hafnarmynninu með öflugri stálgirðingu þannig að sandburðurinn beygi af leið. Þetta hljóta verkfræðingar að geta hannað og byggt þótt þeir hafi haft rangt fyrir sér, um allt annað varðandi þetta verkfræðilega hneyksli í Landeyjarfjöru. Höfnin verður aldrei annað en sumarhöfn og þess vegna á að nýta hana sem slíka. Litlir hraðskreiðir báta og prammar gætu þá siglt þangað og haldið uppi túristaflutningum yfir sumarmánuði og svo gætu hraðfiskiskip og minni bátar nýtt þessa höfn án takmarka sem nú gilda.
Ef menn hafa þann kjark og sóma, að viðurkenna þessi mistök þá myndast kannski fordæmi fyrir því að endurskoða mistökin sem verið er að gera í sambandi við framkvæmdir Landspítalans við Hringbraut.
Búa ár eftir ár við óbreytt ástand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Athugasemdir
Vel sagt og góð viðmiðun við spítalann við Hringbraut sem er líka sú heimskasta að heimskum framkvæmdum Íslands. Þessi höfn verður aldrei annað en sumarhöfn og jafnvel ekki örugg. Þarna mætti hafa fiskibátahöfn en þeir fara ekki út nema veður leifi og geta alltaf farið yfir til eyja ef veður breytist.
Fyrir 20 árum var gerð könnun af dönsku ráðgjafafyrirtæki og bentu þeir sterklega á Vífilsstaði.
Valdimar Samúelsson, 19.3.2016 kl. 09:57
Takk fyrir þetta Valdimar. Höldum áfram að gagnrýna. Það er okkar borgaralega skylda.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.3.2016 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.