5.4.2016 | 00:22
Skundað á Austurvöll
Í það minnsta 20 þúsund Íslendingar um allt land, kröfðust þess opinberlega í dag, að Sigmundur Davíð segði af sér sem forsætisráðherra lýðveldisins Íslands. Ég var einn af þeim. Krafan er skýr, við viljum ekki að auðrónar stjórni okkar málum lengur. Auðrónar sem ganga erinda fámennra klíkuhópa eru nú í startholunum að skipta leyfunum af herfangi þrotabúa rændu bankannna á milli sín. Þetta verður að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum. Jafnvel þó það kosti tímabundna stjórnarkreppu og frestun þings.
Það sem hefur verið gert opinbert nú þegar er aðeins brot af því sem á eftir að koma að sögn heimildarmanna. Þess vegna mun þjóðfélagið fara á hliðina ef Alþingi grípur ekki strax til sinna ráða. Ef Alþingismenn sína að þeir skynja alvarleika þess trúnaðarbrests sem varð hér aftur í dag og víkja sja´lfir stjórninni frá og æskja þingrofs þá erum við strax í betri færum til að takast á við þær uppljóstranir úr Panamaskjölunum sem eiga eftir að líta dagsins ljós.
Því þetta snýst ekki lengur um Sigmund Davíð. Hann er hins vegar að þvælast fyrir nauðsynlegri hreingerningu í stjórnarráðinu. Menn eins og Gunnar Bragi og Sigurður Ingi gerðu sjálfa sig óhæfa sem ráðherra í blindum stuðningi við siðleysi Sigmundar Davíðs. Þeir þurfa líka að víkja. Og ekki bara þeir, heldur ekki síður Illugi Gunnarsson, Illuga hefði átt að reka fyrir spillingu fyrir mörgum mánuðum og það hefði verið gert ef formaður Sjálfstæðisflokksins hefði verið ærlegur maður. En það er hann ekki eins og ótal dæmi sanna. Og talandi um Bjarna Benediktsson, sem þykist enga hagsmuni þurfa að upplýsa alþjóð um frekar en Sigmundur Davíð eða Júlíus Vífill. Hverjir leppa hans hagsmuni? Er það konan hans, eða faðir hans eða föðurbræður eða þessir allir? Af hverju er Bjarni svona oft á Florida? Eru þeir frændurnir að plotta um næstu Borgunarviðskipti eða getur verið að Bjarni sé bara í ósköp venjulegu fríi að hlaða batteríin.. Eitthvað þykir mér það ósennilegt. Svona hákarlar þurfa þess ekki. Og maður sem segir sig úr öllum stjórnum og felur fjárfestingar sínar til þess að komast í valdaaðstöðu í gegnum pólitík, hann er ekki að hugsa um þjóðarhag. Hann er að hugsa um eigin hag.
Þeir sem í dag hugsa til Bjarna Benediktssonar sem einhvers bjargvættar ættu að íhuga þessi orð mín. Ég varaði við bæði Þorbjörgu Helgu og Vilhjálmi Þorsteinssyni þegar fólk eins og Egill Helgason mærði Þorbjörgu Helgu og Gísli Baldvinsson sá ekkert athugavert við, að Vilhjálmur gegndi trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Ég vissi bara að peningar spilla og það hefur komið á daginn.
Ég er hóflega bjartsýnn á að kjörnir fulltrúar ráði við þetta verkefni að siðvæða land og þjóð. Til þess erum við of langt leidd og of hrædd. Eins og Sigmundur hótaði undir rós þá mun það hafa afleiðingar að rugga bátnum. Guð blessi Ísland!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:33 | Facebook
Athugasemdir
Nei, þið voruð helmingi færri, og margir voru þarna meira fyrir forvitni sakir. En vissulega gekk smalamennskan vel hjá Efstaleitis-mönnum, enda eindæma blíða þennan dag, og margir töldu sig hafa heyrt, að búið væri að bera kennsl á varginn sem öllum skaða ylli (einkum hverjum?) og að nú væri bara málið að reka hann úr túninu.
Jón Valur Jensson, 5.4.2016 kl. 04:13
29173 hafa skrifað undir uppsagnarbréf til Sigmundar. http://www.petitions24.com/sigmundur_davi_er_er_her_me_sagt_upp_storfum
Það er drjúgt meira en þessir rúmu 20 þúsund sem voru í miðbæ Reykjavíkur í gær Jón Valur.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.4.2016 kl. 08:12
Óvænt og athyglisverð úrslit í sólarhringslangri, nýjustu skoðanakönnun á vefsetri Útvarps Sögu (1745 atkvæði voru greidd):
Framsóknarflokkurinn er efstur með 35,2% atkvæða.
Næstir eru Píratar með 20,5%.
3.: "Eitthvað annað": 18% (gætu t.d. verið Íslenska þjóðfylkingin og bein andstæða hennar: "Viðreisn").
4.: Sjálfstæðisflokkurinn: 15,2%.
5.: Samfylkingin: 3,7% (já, þrjú komma sjö!).
6.: Vinstri græn: 2,6%.
7.: Björt framtíð: 0,7%.
"Kýs ekki" segja 3,8%.
Það er engin tilviljun, að áróðursmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna er meinilla við Útvarp Sögu –– þeir flokkar njóta lítils trausts hjá hlustendum þeirrar útvarpsstöðvar (samanlagt 6,3%)!
Jón Valur Jensson, 5.4.2016 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.