Lilja verður spunamálaráðherra Sigmundar Davíðs

Ég ætlaði ekki að tjá mig um Lilju Alfreðsdóttur, vegna þess, að ég þekki ekki neitt til hennar eða hennar verka. Hún hefði getað komið á óvart og reynzt hin mætasta manneskja, þrátt fyrir að vera yfirlýst Framsóknarkona og þrátt fyrir að vera dóttir eins spilltasta framsóknarborgarfulltrúa seinni tíma,  Alfreðs Þorsteinssonar.  Manns sem ráðskaðist með málefni Orkubús Reykjavíkur sem síns eigin og olli fjárhagsskaða svo skipti milljörðum.

Þrátt fyrir þessi vafasömu fjölskyldutengsl hefði Lilja getað verið traust og með heilbrigða dómgreind.  Hún hefði getað reynst góður liðsmaður hverrar ríkisstjórnar, en í fyrstu ræðu sinni á Alþingi tók hún af allan vafa um að hennar hlutverk er það eitt að berja í laskaða ímynd Sigmundar Davíðs og Framsóknarflokksins.  Ekki eitt orð um að vinna að hag Íslands gagnvart útlöndum  Hún sagðist vera komin í utanríkisráðuneytið til að leiðrétta rangfærslur útlendra blaðamannna sem hefðu valdið því fjaðrafoki sem hröktu Sigmund Davíð úr embætti forsætisráðherra.  Manneskja sem telur það allt í lagi að leggja pólitískt orðspor landsins að veði fyrir siðblinda foryztu örflokks sem nýtur einskis trausts,  hún er verri en þeir sem fyrir eru á fleti.  Utanríkisráðherraembættið er einfaldlega mikilvægasta embætti landsins þegar kemur að orðspori þjóðarinnar erlendis.  Lilja Alfreðsdóttir mun ekki valda því starfi ef marka má inntakið í fyrstu ræðu hennar á Alþingi.


mbl.is Orðspor Íslands með fyrstu verkefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband