Aumingja Eygló

Í vetur varð frægt ákallið Kæra Eygló.  Litlu skilaði það ákall miðað við uppleggið en lítið er nú talað um það.  Eftir stendur að árangur Eyglóar Harðardóttur í embætti ráðherra er enginn. Þess vegna var það sérstaklega pínlegt að hlusta á hana að tala á Alþingi í morgun og færa það fram sem rök fyrir áframhaldandi stuðningi við endurskipaða ríkisstjórn,  að verkin væru svo brín. Aumingja Eygló skilur ekki að ef ráðherra getur ekki hrundið í framkvæmd svo aðkallandi umbótum sem húsnæðismál eru, á 3 árum, þá getur hún það ekki á 3 mánuðum.  Svo einfalt er það.  Og að fórna trúverðugleika sem heiðarleg manneskja fyrir framlengt dauðastríð spilltustu ríkisstjórnar íslandssögunnar er dapurlegur endir á dapurlegum ferli í pólitík. Framsóknarflokkurinn er búinn að vera.  Eygló er búin að vera.


mbl.is Vantraustið í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband