Örvænting leiðir til óhæfuverka

38-25 hlutföllin á alþingi þýða ekki sjálfkrafa, að meirihlutinn komi öllum sínum málum í gegnum þingið. Um þinglega meðferð mála eru í gildi ákveðnar reglur sem eiga að tryggja lýðræðislega aðkomu minnihlutans að allri afgreiðslu mála. Þetta óttast meirihlutinn að muni koma í veg fyrir áætlanir þeirra um lok þessa þings og kosninga næsta haust. Í þessu sambandi þarf að rifja upp hvað Bjarni Ben sagði um væntanlegt málþóf þar sem hann ýjaði að því að breyta þingskaparreglum og veita forseta alþingis alræði yfir þinglegri afgreiðslu mála. Væntanlega með því að takmarka ræðutíma og koma í veg fyrir málþóf. Þetta getur auðvitað þessi þingmeirihluti gert í krafti meirihlutaræðis en það væri afar hættulegt fordæmi og í bága við lýðræðishefðina sem hér hefur gilt þrátt fyrir foringjaræði flokksræðisins.  Ef Bjarni gerir alvöru úr hótun sinni um að efla völd forseta enn meir þá opnar hann á aðgerðir utan frá sem hann mun enga stjórn hafa á.  Alþingi er bara verndaður vinnustaður. Það er ekkert mál að tala digurbarkalega þar. En treysta menn sér virkilega í stríð við almenning? Það eru átök í uppsiglingu og við höfum séð uppstillinguna. Uppstillinguna þar sem eigendavald flokka og fjölmiðla hafa læst saman kjöftum í vörn fyrir siðlausa þjófa og ræningja. Það var ekki að ástæðulausu að Framsókn náði eignarhaldi á flestum stærstu netmiðlunum og nú líka Útvarpi Sögu.

Nú verður það skiljanlegra hvernig Arnþrúður bjargaði rekstrargrundvelli útvarps Sögu eftir að til stóð að innkalla útvarpsleyfið.  Það gerði hún með því að ljá hinum spillta mennta og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni rödd sína.  En það hefur vakið undrun margra hversu oft Illugi er fenginn í viðtal á útvarpi Sögu.  Maður sem hvergi annars staðar er virtur viðlits fær óhefta athygli hjá þeim sem hann bjargaði frá innköllun starfsleyfis fyrir ári síðan.  Nú falla púslin saman. Arnþrúður hefur fellt grímuna. Í gær ´hótaði hún Pétri að hunskast bara út á Austurvöll ef hann héldi áfram að gagnrýna ríkisstjórnina.  Ef þetta er ekki að beita eigendavaldi fjölmiðils þá veit ég ekki hvað þetta er.  Og það hlýtur að kalla á athugasemdir og áminningu frá fjölmiðlanefnd.  Jafnvel Björn Ingi lætur sér ekki til hugar koma að beita eigendavaldi sínu og þaðan af síður eigendur Morgunblaðsins. Þessir aðilar vita að eigendavaldinu má aldrei beita!

En slík er nú örvænting sumra að allar reglur eru brotnar. Og það leiðir til óhæfuverka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband