10.4.2016 | 15:44
Drambsami borgarfulltrúinn
Í gær átti ég orðaskipti við Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúa SF og formann Umhverfis og Skipulagsráðs. Notaði ég tækifærið og gagnrýndi þrengingu Grensásvegar sérstaklega. Brást hann ókvæða við og spurði hvort ég væri búsettur á því svæði og þegar ég neitaði því þá taldi hann mig ekki hafa rétt til að tjá mig um það mál. Þetta er alveg nýtt og kallar á frekari skýringar stjórnmálamanna. Lauk þar með þessum orðahnippingum og ég horfði á eftir þessum drambsama borgarfulltrúa arka grútskítugan Laufásveginn í átt að Austurvelli þar sem stjórnmálamönnum öllum var mótmælt í gær. En drullan og svifrykið sem angrar okkur vegna samdráttar í grunnþjónustu borgarinnar kemur þessum manni greinilega ekki við. Fyrir brot af því sem kostar að þrengja Grensásveg má sópa og spúla allar götur borgarinnar og bæta þannig loftgæði hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda. Kannski færi betur ef Hjálmar Sveinsson hætti að rölta Laufásveginn til vinnu og hrækja í átt að bandaríska sendiráðinu. Við þurfum ekki svona attitude.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Athugasemdir
Ég skoðaði þetta á Grensásvegi og finnst kannski rök fyrir að breikka gangstéttar beggja vegna og jafnvel koma fyrir hjólreiðastíg. Þetta er hægt án þess að mjókka sjálfan veginn því í miðju hans er umferðareyja sem er ríflega akrein á breidd. Ef menn ætla að gera þetta, en hald þessari eyju í sömu breidd, þá er þetta arfavitlaust, en ef menn taka mjókka eyjuna niður í svona 70cm, þá gæti þetta gengið upp. Er ekki kunnug því hvernig planið er og ætla því ekki að missa mig fyrr.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2016 kl. 16:05
Hver starfsmaður kostar borgarsjóð að meðaltali 8 milljónir á ári. Fjölgun hjá borginni síðan 2010 eru 220 manns. Þetta þýðir að hægt er að spara 1.6 milljarð króna í rekstri með því að segja upp ónauðsynlegu fólki og leggja niður svið sem heyra ekki beint undir grunnrekstur borgarinnar. Til dæmis mannréttindasvið. Ef borgin væri vel rekin og grunnþjónustu sinnt þá væri hægt að réttlæta þessa hjólreiðaáætlun sem Grensásvegsframkvæmdin er hluti af. En öll þessi áætlun vegna lagningu hjólastíga er arfavitlaus og þjónar ekki okkur sem notum hjól sem samgöngutæki. Hún þjónar fyrst og fremst hjóladólgum sem þjóta um á 50 km/klst. hraða og skapa stórhættu fyrir sig og aðra. Á sama tíma og verið er að skerða grunnþjónustuna þá er ekki verjandi að sóa 220 milljónum í óþarfar framkvæmdir á Grensásvegi. Það er eins og menn átti sig ekki á því að þrenging á einum stað veldur aukinni umferð á næstu götu. Því menn eru ekkert að fara að hætta að keyra þótt Hjálmari sé í nöp við einkabílinn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.4.2016 kl. 17:44
Sammála því að sumar stofnanir borgarinnar eiga ekki heima þar og koma rekstri hennar ekkert við. Þ.á.m. mannréttindaráð.
Allt slíkt ötti að heyra undir þingið og landslög. Það er tilhneiging hjá stjörnaýslu þar sem embætti ganga í erfðir að búa til "stöðugildi" fyrir börn, frænkur og frændur sem eru að ljúka námi. Sumar ættir eru á æviráðnigarbasis þarna og þekkir ekkert annað en að sitja í "stæðugiædum" í stað þess að vinna.
Eftir hrun var það trikk tekið til svo lækka mætti atvinnuleysistölur og sýna kosmetískan árangur, að hróflað var upp fjölmörgum stöðugildum sem engin þörf var á og á sviðum sem engin þörf var fyrir. Þetta þarf að ganga til baka og hreinsa til.
Það mætti líka gera erfðagreiningu í embættismannakerfinu öllu og skoða hvort nepotismi er jafn útbreiddur og sýnist, þótt ekki væri nema bara fyrir forvitnisakir. ;)
Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2016 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.