RÚV ætlar líka að velja forseta!

RÚV með Þóru Arnórsdóttur í broddi fylkingar, er á bólakafi í pólitík. Það dylst engum sem fylgist með pólitískum hræringum þessi misserin. Þeir sem gera lítið úr þessari staðreynd eða láta sér hana í léttu rúmi liggja gera sér ekki grein fyrir alvarleika málsins.

Í kjölfar vel lukkaðrar atlögu að ríkisstjórninni þá hugsa menn í Efstaleiti næsta leik. Og þá helgar tilgangurinn meðulin. RÚV og vinstri elítan er búin að ákveða næsta forseta Íslands.  Hann heitir Andri Snær Magnason. Skiptir engu þótt hann hafi ekki uppfyllt skilyrði fyrir að teljast löglegur frambjóðandi.  En það eru þeir einir sem hafa skilað inn tilskyldum fjölda meðmælenda og fengið þá lista samþykkta af kjörstjórn. Sá eini sem er tilbúinn með slíka meðmælalista er Sturla Jónsson.  En RÚV v ill ekkert af honum vita og gerir eins lítið úr hans framboði og þeir komast upp með.  Til dæmis þá létu þeir eins og Sturla hefði tilkynnt um framboð í þessari viku eins og Andri Snær þótt staðreyndin sé allt önnur.  En við hverju er að búast af Heiðari Erni.  Þeir sem fylgdust með þessum sama Heiðari við kynningu RÚV á frambjóðendum til síðustu Alþingiskosninga duldist ekki hlutdrægnin í þeirri framkvæmd allri saman.

Með þetta í huga hvet ég alla til að koma á framfæri athugasemdum þegar RÚV byrjar að agitera fyrir sínum forsetaframbjóðenda af alvöru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll, þarf ekki bara að stofna fjöldahreifingu gegn RÚV og knýja það í gegn að það verði valkostur?

Þannig að þeir sem mislíka miðillinn geti sagt áskriftinni upp og hætt að greiða fyrir þetta pólitíska apparat.  

Hrossabrestur, 16.4.2016 kl. 15:15

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er þér sammála, Jóhannes.

Gunnar Heiðarsson, 16.4.2016 kl. 16:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það væri réttast! Hver man ekki eftir þegar RÚV. hélt hlutleysi sínu, þótt Marianna Friðjóns(alþ.bandal.) yfirmaður þess stýrði dagskránni á framboðskynningum. 

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2016 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband