20.4.2016 | 19:22
Vatn á myllu andstæðinga kvótaúthlutunar
"Ísland þarf að breyta lögum til að tryggja að orkufyrirtæki sem nýta nátturauðlindir í almannaeigu til raforkuframleiðslu greiði ávallt markaðsverð fyrir slíka nýtingu. Þetta er niðurstaða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag."
Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum stjórnvalda við þessum afskiptum ESA. Hingað til hafa þau barist gegn öllum hugmyndum um auðlindagjöld hvers konar. Gildir einu hvort rætt er um vatn land eða fisk. En kannski verða menn núna neyddir til að setja hér löggjöf sem setur niður áralöng átök um þessa nýtingu. Ekki í fyrsta skiptið sem réttlætið væri þvingað fram undir hótunum.
Greiði markaðsverð fyrir nýtingu nátturuauðlinda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.