21.4.2016 | 15:14
Ásetningur heitir núna mistök!
"BHM gerði í vikunni athugasemdir við auglýsingu sem send var á opin póstlista vísindamanna sem stunda rannsóknir á sjávarspendýrum. Auglýst var eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala. Í auglýsingunni kom fram að auk vísindastarfa væri gert ráð fyrir að starfsmennirnir annist afgreiðslustörf og þrif um borð í hvalaskoðunarbátum fyrirtækisins. Þeir þurfi að vera reiðubúnir að vinna í allt að 14 klukkustundir á dag og fái aðeins fæði og húsnæði fyrir.
Í yfirlýsingu sem Elding sendi frá sér í gær segir að mannleg mistök hafi valdið því að í auglýsingunni hafi komið fram öll tilfallandi störf um borð í bátum fyrirtækisins, Fyrirtækið harmi misskilninginn sem risið hefur vegna málsins og biðst velvirðingar á mistökum sínum. Elding hafi enn fremur svarað fyrirspurnum sem BHM sendi fyrirtækinu um sl. helgi, án þess að fá nokkur viðbrögð."
Það þarf greinilega að uppfæra íslenzku orðabókina. Allt of mörg orð hafa öðlast breytta merkingu í munni siðblindra bjána. Og ekki sízt ef þeir hafa stundað nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Hvernig getur það talizt virðingarvert að kalla lygaréttlætingu á einbeittum brotavilja, mistök! Og trúa réttlætingu bjánans, sem ætlaði ranglega að hagnast á samstarfssamningi við Háskólann og sleppa við að greiða lögbundin laun. Auðvitað á strax að rifta þessum samningi við Eldingu og setja þetta fyrirtæki á gátlista. Öðruvísi er ekki hægt að koma í veg fyrir skattsvik og undirboð í spilltu íslenzku atvinnulífi.
Virðingavert að fara yfir starfsemina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, það er ansi margt sem fellur undir "mistök" þessa dagana.
Jóhann Elíasson, 21.4.2016 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.