Ásetningur heitir núna mistök!

"BHM gerði í vik­unni at­huga­semd­ir við aug­lýs­ingu sem send var á opin póstlista vís­inda­manna sem stunda rann­sókn­ir á sjáv­ar­spen­dýr­um.  Aug­lýst var eft­ir tveim­ur sér­fræðing­um í ólaunuð sjálf­boðastörf við rann­sókn­ir á hegðun hvala. Í aug­lýs­ing­unni kom fram að auk vís­ind­astarfa væri gert ráð fyr­ir að starfs­menn­irn­ir ann­ist af­greiðslu­störf og þrif um borð í hvala­skoðun­ar­bát­um fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir þurfi að vera reiðubún­ir að vinna í allt að 14 klukku­stund­ir á dag og fái aðeins fæði og hús­næði fyr­ir.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Eld­ing sendi frá sér í gær  seg­ir að mann­leg mis­tök hafi valdið því að í aug­lýs­ing­unni hafi komið fram öll til­fallandi störf um borð í bát­um fyr­ir­tæk­is­ins, Fyr­ir­tækið harm­i mis­skiln­ing­inn sem risið hef­ur vegna máls­ins og biðst vel­v­irðing­ar á mis­tök­um sín­um. Eld­ing hafi enn frem­ur svarað fyr­ir­spurn­um sem BHM sendi fyr­ir­tæk­inu um sl. helgi, án þess að fá nokk­ur viðbrögð."

Það þarf greinilega að uppfæra íslenzku orðabókina. Allt of mörg orð hafa öðlast breytta merkingu í munni siðblindra bjána.  Og ekki sízt ef þeir hafa stundað nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Hvernig getur það talizt virðingarvert að kalla lygaréttlætingu á einbeittum brotavilja, mistök!  Og trúa réttlætingu bjánans, sem ætlaði ranglega að hagnast á samstarfssamningi við Háskólann og sleppa við að greiða lögbundin laun.  Auðvitað á strax að rifta þessum samningi við Eldingu og setja þetta fyrirtæki á gátlista.  Öðruvísi er ekki hægt að koma í veg fyrir skattsvik og undirboð í spilltu íslenzku atvinnulífi.


mbl.is Virðingavert að fara yfir starfsemina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, það er ansi margt sem fellur undir "mistök" þessa dagana. undecided

Jóhann Elíasson, 21.4.2016 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband