6.5.2016 | 23:13
Afneitun-réttlætingar-viðurkenning-bati
Þetta er nokkurn veginn ferlið sem menn sem missa fótfestuna í lífinu, þurfa að ganga í gegnum til að verða aftur virkir í samfélaginu. Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast innan þingflokks Samfylkingar og í helstu stofnunum flokksins. Árni Páll virðist kominn á 3.stig ferlisins á meðan aumingja Helgi Hjörvar er ennþá að leita að réttlætingum.
Á þessum tímapunkti er slæmt að efna til átaka í forystukjöri. Miklu nær væri fyrir þetta fólk að átta sig á því að flokkurinn er ekki til fyrir þingflokkinn og stjórnmálaafl verður að hafa skírskotun til kjósenda utan flokksins. Ef menn eru ekki samstiga í bataferlinu verður enginn valkostur fyrir jafnaðarmenn í næstu kosningum. Þess vegna verður að kalla til nýja áhöfn. Þetta lið sem nú þykist ráða við verkefnið er óhæft vegna fortíðardrauganna.
Það var ekki flokkurinn sem brást. það var fólkið!
Góð ákvörðun fyrir Árna Pál og flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.