Afnemum ríkiseinokun og rekum Steingrím Ara

Ég er því algerlega sammála, að ríkið á ekki að vasast í rekstri sem einkaaðilar geta sinnt og gert betur. En þar með skilur líka á milli mín og talsmanna ríkiskapítalistanna og spenafólksins í fjórflokknum.  Ef menn vilja fara í samkeppni við ríkið og gera það á eigin ábyrgð og kostnað þá sé ég enga ástæðu til, að amast við því. Ef einhver vill stofna einkaskóla og bjóða upp á betri kennslu án þess að ríkið fjármagni laun og annan kostnað þá finnst mér það í lagi. Mér finnst líka í lagi að hér séu rekin einkahjúkrunar og eða lækningafyrirtæki sem fjármagni sig alfarið á sjúklingagjöldum og bannað verði að ríkislæknar stundi hlutastörf í einkageira samfara fullri vinnu hjá ríkinu. Ef það reynist grundvöllur fyrir slíkum fyrirtækjum þá sé ég ekki ástæðu til þess að banna það. En einkavinavæðing a la Ásdís Halla, þar sem aðeins gróðinn er einkavæddur, er ekkert nema spilling í skjóli valds. Þess vegna á að reka Steingrím Ara. Hann ýtir undir spillingu í skjóli valds.

Og hvað með samgöngumálin? Af hverju ekki að einkavæða þann hluta samgöngukerfisins sem þungaflutningar þurfa að nota. Af hverju er almenningur látinn bera kostnað af vegaframkvæmdum þegar það eru einkaaðilar sem nýta sér vegakerfið mest og slíta því mest til að hagnast og greiða eigendum sínum arð? Annað hvort byggi þessi fyrirtæki sínar eigin akbrautir eða við tökum upp skattlagningu þar sem þeir sem mest nota vegi og slíta mest, borgi fyrir það.  Í stað almennra vegtolla komi vigtarstöðvar þar sem farartæki eru vigtuð og útbúinn reikningur miðað við ekna kílómetra margfaldað með þyngd bíls og tengivagns. 

Ef menn hefðu tekið þann falda kostnað sem slit og eyðilegging á vegum hefur í för með sér, þá færu þungaflutningar aftur eftir sjóleiðum með tilheyrandi styrkingu byggða og til hagsbóta fyrir almannahag. En þeir útreikningar sem gerðir voru á hagkvæmni sjóflutninga tóku aðeins mið af hagsmunum flutningsaðila. Þessar reikningskúnstir hafa því miður verið iðkaðar af sérfræðingaliði pólitíkusanna. Þeim sömu sem prédika hagkvæmni kvótakerfisins nota bene!

Hér þarf nánast alltaf að leita útfyrir landsteina að hlutlausri ráðgjöf. Við þurftum þess í icesavedeilunni og við hefðum þurft þess í haftamálinu.  En ógæfa okkar er heimagerð.  Þrátt fyrir kollsteypuna sem hér varð 2008, þá kusum við yfir okkur hrunvaldana strax árið 2013.  Hver hefði trúað því?  Og ekki tók betra við í skyndikosningum 2016. 

Svo í stað þess að kvarta og veina um svik og pretti þá ætti almenningur að hunskast til að kjósa á móti sérhagsmunum og spillingu og fara að standa með sjálfum sér. Menn hljóta að vera orðnir jafn þreyttir og ég á lygum og blekkingum íslenskra ráðamanna og meðvirknishirðinni sem verndar þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir hvert ord hjá thér.

Thed er thraelsóttinn og hjardhegdunin

sem er ad fara med Íslands.

Geta bara ekki stadid med sjálfum sér.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.3.2017 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband