Hvaða fokking fjöregg?

Mér varð það á að hnýsast í bréfið sem Sigmundur Davíð skrifaði í nótt til framsóknarmanna. Ég hefði betur sleppt því. Og Sigmundur hefði líka betur sleppt því að skrifa þetta bilaða bréf. Ég gæti sagt að maðurinn sé veikur á geði og það útskýrði þær ranghugmyndir sem hann virðist haldinn, en ég ætla ekki að gera það. Ég ætla heldur ekki að blanda mér í innanflokksdeilur í Framsóknarflokknum.  En vegna þess að Sigmundur Davíð ætlar að halda áfram afskiptum af pólitík þá þarf hann að útskýra 2 atriði í bréfinu.

Í fyrsta lagi: Hvernig eignaðist Sigmundur Framsóknarflokkinn og hvernig fór sú yfirtaka fram?  
Því hann segir í bréfinu að;

" Í því skyni samdi ég við varaformann flokksins um að hann tæki við forsætisráðuneytinu á meðan. Ég bað hann aðeins um tvennt. Annars vegar að ég fengi að fylgjast með gangi mála. Hins vegar að hann stæði við það sem hann hafði marglofað mér, að eigin frumkvæði, og myndi ekki nýta þá stöðu sem honum yrði veitt til að fara gegn mér. "

Allir vita, meira að segja Davíð Oddson, að í pólitík eiga menn ekkert! En Sigmundur Davíð átti allt. Hann átti forsætisráðherrastólinn og hann átti flokkinn. 

Í annan stað; Um hvaða fokking fjöregg er hann að tala?

Því hann segir í bréfinu að;

"Nú er enn á ný sótt að mér í kjördæminu. Á síðasta ári gerði sami hópur og lætur til sín taka nú fimm tilraunir til að hrekja mig úr formannsstóli. Það gerðist eftir að ég hafði treyst varaformanninum fyrir fjöreggi mínu og flokksins um stund."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband