24.9.2017 | 19:38
Óheppnir Vestfirðingar
Ekki er tímabært fyrir Vestfirðinga að fagna skilningi ráðherranna í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar á þeim úrlausnarefnum sem þeir krefjast til að byggðin haldist og eflist. Pólitíkusar eru í kosningaham og þá er venjan að lofa öllu. En þegar kosningavíman rennur af mönnum kemur annað hljóð í strokkinn. Þá verður sagt að ráðherrar í starfsstjórn séu ábyrgðarlausir af loforðum gefnum í hita leiksins.
Vestfirðingar eiga að vísa til frumbyggjaréttar varðandi réttinn til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni allt að 6 mílum frá grunnlínupunktum úti fyrir Vestfjörðum. Á móti gefi þeir frá sér réttinn til að leggja til land undir virkjanir eins og þá sem nú er á teikniborði HS Orku.
Varðandi fiskeldisáformin í Djúpinu þá er sjálfsagt að bjóða þau réttindi upp og úthluta til hæstbjóðenda. Engin ástæða er til að hlusta á frekjuna í þeim sem vilja bara stunda eldi í eigin ám í eigin ábataskyni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.