Nú stend ég með RUV

Valdamikil öfl í samfélaginu vinna nú að því með ýmsum hætti að þagga niður í fréttastofu RUV.  Nú bætist Sigmundur Davíð í þann hóp með þessari ósmekklegu hótun sinni um lögsókn.

Munum það á kjördag. Atkvæði greitt Sigmundi er ávísun á þöggun fjórða valdsins.

Því hvað svo sem segja má um þá pólitíska slagsíðu sem lengi hefur verið löstur á fréttastofu RUV, þá er RUV eini alvöru fréttamiðill landsins. Vegna RUV vitum við meira um íslenskt samfélag þrátt fyrir leyndarhyggjuna og alla þöggunina.  

Þess vegna er hlutverk RUV óumdeilt.

En ef glæpamannalögfræðingar eins og þessi Vilhjálmur H. geta hrætt ráðamenn RUV til hlýðni þá eru þeir stjórnendur ekki starfi sínu vaxnir og eiga að víkja. RUV á ekki að láta undan hótunum.  En ef þeim verða á mistök eiga þeir að GANGAST VIÐ ÞEIM MISTÖKUM OG BIÐJAST AFSÖKUNAR OPINBERLEGA.

ENGIN MISTÖK-ENGIN  AFSÖKUN.


mbl.is Undirbýr málsókn gegn fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband