Væntingar um Vinstri stjórn lækka vexti

Auðvitað hefur stjórnmálaástandið ekkert með efnahagsmál að gera. Set þetta bara svona upp til að sýna fram á veruleikafirringu í herbúðum hægri manna sem þreytast ekki á hræðsluáróðrinum um að hér fari allt í kalda kol ef Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki með lyklana að stjórnarráðinu.

En þótt úrslit kosninganna muni litlu breyta hvernig sem fer, þá hefur kosningaskjálftinn nú þegar valdið áróðursmaskínum Sjálfstæðis og Miðflokks verulegum álitshnekki vegna málflutnings manna eins og Páls Vilhjálmssonar, Björns Bjarnasonar og Hannesar H. Gissurarsonar. Brynjari Níelssyni er fyrirgefið því hann lét sitt bein sjálfviljugur af hendi til Sigríðar Andersen, sem sannaði fyrir alþjóð að ekki geta allir verið ráðherrar.

En svona er bara pólitíkin, það þarf víst annað og verra hrun fjármálakerfisins til að menn skilji hve kerfið er feyskið. Allt þetta tal um markaðsdrifið hagkerfi er blekking. Kauphöllinni er stýrt af Lífeyrissjóðunum og gengismarkaðurinn er vistaður í Seðlabankanum þar sem gengi gjaldmiðilsins er lagað til eftir þörfum.    Ekki eru fyrirsjáanlegar breytingar á þessu blekkingarástandi í bráð. Meira að segja stórútgerðin lætur sér vel líka að VG ráðherra setjist í fjármála og efnahagsráðuneytið.


mbl.is Vaxtalækkun þvert á spár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband