Þeir borgi sem skemmi

Útgerðin og ferðaþjónustuaðilar bera mesta ábyrgð á lélegu ástandi vega. Það eru aðilarnir sem eiga að bera kostnaðinn. Menn geta skipað nefndir og jafnvel haldið ráðstefnur en þetta er ástæðan og í henni finnst hin einfalda lausn að þeir borgi sem skemmi


mbl.is Vegakerfið fær falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Reyndar er það svo að þegar dæmigerður fiskflutningabíll keyrir eftir þjóðveginum borgar hann vegaskatta eins og ca 15-20 smábílar.

Vandamálið er ekki að þessir bílar og aðrir borgi ekki nóg. 

Vandamálið er að peningarnir sem þessir bílar og aðrir borga í vegaskatta eru ekki notaðir í vegi,heldur eitthvað allt annað.

Það er því alveg sama hvað þeir borga mikið ,vegirnir lagast ekki neitt ef peningunum er ekki veitt til vegagerðar og viðhalds.

Borgþór Jónsson, 5.10.2017 kl. 19:48

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ekki gleyma flutningabílum Samskipa og Eimskip, sem þjóta um vegi landsins á erlendum númerum og borga aldrei krónu með gati. Samfélagslegt mikilvægi þessara félaga er gríðarlegt, eða hitt þó heldur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.10.2017 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband