Löglegt en siðlaust

Enn á ný standa landsmenn frammi fyrir skandal sem er kannski löglegur en örugglega siðlaus.

Nú er spurningin sem allir ættu að spyrja sig: Er ég tilbúinn að veita Bjarna Benediktssyni uppreisn æru í kjörklefanum 29 október næstkomandi.

Við erum komin á þann stað.  Því miður þá hefur Bjarni Benediktsson dregið hluta þjóðarinnar með sér í svaðið. Þann hluta sem í grandaleysi kaus þennan siðleysingja yfir sig í 2 síðustu kosningum. Nú er tækifæri til yfirbóta og senda siðleysingjann til föðurhúsanna þar sem hann á best heima.


mbl.is Ekkert sem bendir til lögbrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/ossur-seldi-i-spron-og-hagnadist-um-30-milljonir-bjo-ekki-yfir-neinum-innherjaupplysingum

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 14:10

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón, þetta snýst ekkert um að einn sé ekkert verri en einhver annar.  Þetta snýst um þín eigin siðferðiskennd og hvernig þú réttlætir hlutina fyrir þér.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.10.2017 kl. 14:14

3 Smámynd: Baldinn

 Hér er Jón Steinar á öllum þráðum um þetrta mál að benda á Össur.  Hvað hefur þetta mál með Össuri að gera ?.  Einu sinni las ég flest sem Jón Steinar skrifaði og þá sérstaklega um trúmál og fannst hann góður penni.

Svo skal bol bæta að benda á eitthvað annað. 

Baldinn, 6.10.2017 kl. 16:02

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég veit ekki hvaða demon er hlaupinn í Jón Steinar.  Eins og það sé ekki nógu þungbært að horfa upp á hvernig valdamikið fólk leyfir sér að vanvirða lög og rétt þá er það að bíta höfuðið af skömminni að lesa réttlætingar fólks sem engra hagsmuna hefur að gæta.  Jón Steinar fer nú fremstur í flokki þess fólks.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.10.2017 kl. 16:12

5 identicon

Jóhannes Laxdal. Hef verið að fylgjast með þér og  þínum í umræðunni. Allveg finnst mér það með ólikindum að maður eins og þú sem valtrar á skítugum skónum yfir mann og annan, skulir prétika gott siðferði. Þér er slétt sama um allt siðferði það ertu búinn að sýna með skrifum þínum. Eintómar dylgjur. Legg til að þú farir á áráttu eineltis námseið. Eigðu góðar stundir.

Magnús (IP-tala skráð) 6.10.2017 kl. 17:44

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Steinar. Vegna þess að Össur gerði eitthvað eru þá aðrir stikkfrí af sínum verkum? Hundalógík much???

Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2017 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband