6.10.2017 | 19:05
Samfylkingin styrkir sig
Samfylkingin er á réttu róli með nýju fólki í framvarðarsveitinni. Hún hefur góða möguleika á að endurheimta trúnaðartraust kjósenda eftir hraklegan útafakstur Ingibjargar Sólrúnar. En það er samt hængur á. Fyrrum samstarfsmaður Ingibjargar Sólrúnar og varaformaður flokksins er kominn í framboð eftir ótímabæra uppreisn æru. Það voru mistök að hleypa honum að í uppstillingu listans í Reykjavík. Ágúst Ólafur er kvótaerfingi og auðrónasonur. Slíkir eiga ekkert erindi í flokk sem kennir sig við alþýðu á tyllidögum.
Ég treysti samt kjósendum til að strika hann út af lista. Skýrari gætu skilaboðin ekki orðið.
Jón Gnarr genginn í Samfylkinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og nú kemur Jón Gnarr á hvítum hesti til bjargar. :D Þetta stefnir allt í að Samfylkingin verði stæsti flokkurinn. Hahahaha.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2017 kl. 05:32
https://youtu.be/5hfYJsQAhl0
Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2017 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.