Ljúgðu Betur - Nýr samkvæmisleikur í boði RUV

Ég er haldinn kosningavírus. Þess vegna fylgist ég með alls konar útsendingum af alls konar fundahöldum. Í gær horfði ég til að mynda bæði á útsendingu frá stofnfundi Framfaraflokksins, afsakið Miðflokksins, og útsendingu RUV af samkvæmisleiknum Ljúgðu betur

Ljúgðu betur gengur út á að tala í frösum og láta ekki fipa sig.  Sá sem lætur fipast og fer í vörn er þar með úr leik. Í þessari fyrstu umferð fipaðist Bjarni Benediktsson þegar honum vafðist tunga um tönn við að svara spurningu Þórhildar Sunnu.

Spurningin var þessi:  Er sjálfstæðisflokkurinn að láta ríkissjóð borga fyrir ímyndarvanda sem tengist ráðherrum flokksins?

Í svarinu fipaðist ráðherrann og endaði með því að fordæma spurninguna. Þar með var hann úr leik.

torhildur-sunna

bjarniben


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband