9.10.2017 | 12:12
Stóra Þórumálið
Fyrir okkur nátttröllin, sem ekki erum á fésbókinni, er nauðsynlegt að hafa ekki-fréttamiðil eins og DV, sem stundar að standa á gægjum og taka skjáskot of tilvonandi hneykslismálum. Eitt slíkt birtist þar um um daginn og fjallaði um Þóru Krístínu Ásgeirsdóttur að tala um Ingu Sæland. Ummælin virtust ekki ýkja særandi við fyrstu sýn en afhjúpa samt ákveðna fordóma hjá Þóru Krístínu varðandi fötlun og fátækt, sem kemur sér illa fyrir VG sem vill höfða til smælingjanna í þjóðfélaginu og ekki síst til þeirra sem búa í Breiðholtinu.
Hvernig Inga Sæland brást við er svo aftur dæmi um húmorsleysi á háu stigi sem er dauðadómur yfir pólitískum forystumanni hvar í flokki sem er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru engir fordómar í því sem Þóra sagði. Hún tók bara hressilega til orða og dapurlegt að fólk skuli ekki hafa þann smá vott af skopskyni sem þarf til að skilja kaldhæðnina.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2017 kl. 12:18
þú sérð ekki fordómana Þorsteinn vegna þess að þú ert haldinn þeim sjálfur? Stundum tökum við nefnilega með okkur fordæma úr æsku án þess að hugsa út í það. Talaðir þú kannski niðrandi um gleraugnagláma þegar þú varst lítill og hefur kannski Breiðholtið og íbúar þess enn stimpilinn um að þar búi helst fátækt fólk?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.10.2017 kl. 12:26
Og hvers vegna kallar Þóra Kristín, Ingu Sæland, kerlingu? Kerling er niðrandi nafngift og lýsir fordómum gagnvart fullorðnum konum sem eru ekki af réttum þjóðfélagsstigum.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.10.2017 kl. 12:28
Að kalla ummælin kaldhæðni stenst ekki því ironia er þess eðlis að hana á ekki og má ekki útskýra eða afsaka. Það gerði samt Þóra Kristín sem áttaði sg á eigin fordómum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.10.2017 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.