11.10.2017 | 13:33
Bjarni svindlar og kíkir á spilin hjá Simma
Nú er það æ ljósara að Morgunblaðið styður ekki lengur forsætisráðherra flokksins. Þeir nenna ekki lengur að fjalla um hvað hann segir á fundum . Hvorki á fundum í flokksfélögum eða á kosningaframboðsfundum út í bæ. Öðru vísi mér áður brá. Nýjasta útspil Bjarna vegna dalandi gengi flokksins, kom í ljós í Forystusætinu á RUV eins og sagt er frá á Eyjunni í gær.Ekki orð um þetta í Morgunblaðinu!
Þetta útspil snýr að því að þynna eiginfjárhlutfall Landsbanka og Íslandsbanka og ná þar í peninga til að eyða í innviðauppbyggingu. Þetta er greinilega ekki eitthvað sem er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Heldur eru þetta hugmyndir Sigmundar Davíðs, sem Bjarni af alkunnum óheiðarleik, setur hér fram sem sínar eigin. Að kíkja á spil andstæðinganna og nota í eigin leik heitir að svindla. (Innherjasvik eru af sama toga) Og núna situr Sjálfstæðisflokkurinn uppi með formann sem er bæði brennimerktur lygari og svindlari. Ekki nema von að Morgunblaðið hafi snúið við honum bakinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.