11.10.2017 | 15:48
Útaf með dómarann!
Þrátt fyrir alla umræðuna undanfarin ár, þá komast byggingarfyrirtæki og eftirlitsaðilar ennþá upp með að vera skaðlaus, þegar húseigendur reyna að leita réttar síns gagnvart þessum svikahröppum fyrir dómstólum.
Nýjasta dæmið er blokkarbygging í Garðabæ. Þar eru allir stikkfrí nema Arion banki sem eignaðist verkefnið eftir þrot byggingarverktakans og lét klára það. Þessi dæmalausi dómari sem dæmdi í máli húsfélagsins, sýknar þá sem brutu allar reglur og svikust um við lokafrágang byggingarinnar en dæmir bankann til að greiða skaðabætur!! Ég get bara ekki skilið svona dómaframkvæmd. Á meðan svona vitleysingar gegna dómarastöðum þá lagast ekki ástandið í byggingabransanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.