12.10.2017 | 15:49
Óskilaféi slátrað
Vilhjálmur Bjarnason, sem titlar sig ekki-fjárfestir, til aðgreiningar frá alnafna sínum í Sjálfstæðisflokknum, sem er þá væntanlega virtur fjárfestir, er svekktur. Hann er ekki á lista flokksins við næstu kosningar. En í stað þess að leyna gremjunni og takast á við höfnunina, þá skrifar eyminginn langa grein í Kvennablaðið, þar sem hann skammar flokksstjórnina fyrir að færa sig ekki upp á lista vegna fráfalls Ólafar Nordal. Vilhjálmur þessi tíundar mjög eigin árangur í síðasta prófkjöri þar sem hann varð í sjöunda sæti þrátt fyrir andstöðu flokksforystu. En það skyldi þó ekki vera önnur og eðlilegri skýring á því að Vilhjálmur lenti óvart í þessu sæti síðast og sem nú hefur verið "leiðrétt" af uppstillingarnefnd kjördæmisins. Skýring sem lýtur að því að flokksmenn hafi einfaldlega talið sig vera að kjósa Vilhjálm Bjarnason fjárfesti en ekki Vilhjálm Bjarnason ekki-fjárfesti!! Þegar haft er í huga að þingmenn flokksins eru alfarið bjöllusauðir þá er eðlilegt að draga þá ályktun að almennir félagsmenn, þeir sem kjósa í prófkjörum, séu lömbin sem leidd eru af bjöllusauðunum (til slátrunar) En nú gerðist það sem sagt eins og gerist stundum í sveitinni, að í hjörðinni leyndist óskilagemlingur sem enginn vill nú kannast við. Og eins og í sveitinni þá hefur nú þessum óskilagemlingi verið slátrað (af Sjálfstæðisflokknum.) Eins og sést á myndinni af honum, þá er hann greinilega ekki bjöllusauður því bjöllusauðir líta svona út. Þetta þurfa sjálfstæðismenn að hafa í huga og vanda sig betur ef þeir einhverntíma leyfa prófkjör aftur.Það getur verið dýrkeypt að sitja uppi með óskilafé
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.