Lýðræðishallinn í stjórnarskránni

Það sem kosningar fela en kannanir leiða í ljós er hvernig fólk kýs eftir búsetu, aldri og kyni og hvernig þessi atkvæði af landsbyggðunum annars vegar og þéttbýlinu á suðvesturhorninu hinsvegar, skiptast á gömlu valdaflokkana, gamla fjórflokkinn. Fylgi nýrra flokka er venjulega meira í þéttbýli sem skýrir hvers vegna þessar hindranir  eru í stjórnarskránni og hvers vegna henni er haldið í herkví gömlu valdaflokkanna, sem byggja fylgi sitt á eldri kjósendum af landsbyggðunum. (Líta verður á Miðflokkinn sem klofning úr Framsókn í þessu sambandi)

Miðað við síðustu alþingiskosningar þá kusu rétt tæp 190.000 manns. Þar af voru 125000 sem kusu í þéttbýlustu kjördæmunum 3 á móti 65000 í dreifbýlustu kjördæmunum 3.  Miðað við skiptingu þingsæta þá þýðir þetta 55% misvægi atkvæða. Það eru einungis 65 þúsund atkvæði á bakvið 28 þingmenn dreifbýlis en 125 þúsund þurfti til að velja hina 35.  Þetta misvægi hlýtur að þurfa að jafna og það gerist ekki nema með breytingum á stjórnarskránni.

Stjórnarskráin á að tryggja jafnan rétt allra. Líka atkvæðaréttinn.


mbl.is X-S er hástökkvari vikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Er kosningalöggjöfin í Stjórnarskránni? Alveg sammála um að hver maður eigi að vera eitt atkvæði óháðbúsetu, en til að svo megi vera, þarf nákvæmlega ekkert að krukka í Stjórnarskrána. Aðeins að fara eftir henni.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.10.2017 kl. 14:23

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

lestu 31.gr stjórnarskrárinnar Halldór.  Það er svo skrítið með þá sem alls ekki vilja breyta henni að það eru þeir sem minnsta þekkingu hafa á henni og virðast ekki hafa lagt sig eftir því að kynna sér störf stjórnlagaráðs 

III. 
 31. gr. [Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára. 
 Kjördæmi skulu vera fæst sex en flest sjö. Mörk þeirra skulu ákveðin í lögum, en þó er heimilt að fela landskjörstjórn að ákveða kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni. 
 Í hverju kjördæmi skulu vera minnst sex kjördæmissæti sem úthluta skal á grundvelli kosningaúrslita í kjördæminu. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi skal að öðru leyti ákveðinn í lögum, sbr. þó 5. mgr. 
 Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu. 
 Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Setja skal nánari fyrirmæli um þetta í lög. 
 Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 23 atkvæða á Alþingi.] 1) 
    1)L. 77/1999, 1. gr. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.10.2017 kl. 14:57

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Til þess að jafna atkvæðavægið þarf að fjölga jöjnunarþingsætum og það verður ekki gert með breytingum á kosningalögum.  Það verður bara gert með breytingum á stjórnarskrá. Og það skrýtnasta er, að í stjórnarskránni þykir þessi mismunun eðlileg, samanber þennan tölulið31. gr

 Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Setja skal nánari fyrirmæli um þetta í lög.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.10.2017 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband