14.10.2017 | 11:50
Íslenskir nýnasistar og hatursorðræðan
Sem betur fer er ekki hljómgrunnur fyrir pólitískri hugmyndafræði nýnasista á Íslandi sem ætluðu að seilast til áhrifa með útlendingafóbíu að vopni. Verst að óþverrinn Magnús Hafsteinsson skuli hafa stokkið frá borði og verið veitt pólitískt hæli af Ingu Sæland.
Það að Yfirkjörstjórnir í 3 stærstu kjördæmunum skuli hafa beitt samskonar aðferðum við skoðun á kjörgögnum leiðir í ljós að allt talið um hatursorðræðuna hefur skilað árangri og menn ætla að spyrna við fótum. Það er ágætt. En hins vegar er miklu betra að það skuli ekki hafa fundist nægilega margir meðmælendur til að bakka þessi óþverrasamtök upp sem íslenska þjóðfylkingin er. Vonandi þýðir þetta endalok þessara haturssamtaka íslenskra nýnasista
Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aldrei hefur neinn Aríahroki komið til tals hjá Íslensku þjóðfylkingunni, engin er þar þjóðremban, en þeim mun meira er raunsæi flokksmanna gagnvart fjölgun múslima á Íslandi og margfalt meiri yfirvofandi fjölgun þeirra, ef Vinstri græn* o.fl. vinstri flokkar** ná hér völdum.
Jóhannes síðuhöfundur stundar hér ómaklegt skítkast og meiðyrðaflaum, sem er þó enginn maður til að standa við fyrir rétti. Ég veit ekki af neinum nýnazista í þessum flokki mínum, en hins vegar mörgum kristnum mönnum.
* Sjá grein mína Ábyrgðarlaus innflytjendastefna Vinstri grænna.
* Sbr. greinina Ótvíræðar upplýsingar um stefnu vinstri flokkanna í innflytjendamálum sýna hve óábyrg hún er!
Jón Valur Jensson, 14.10.2017 kl. 16:02
sem hann er þó enginn maður til að standa við fyrir rétti.
átti að standa hér!
Jón Valur Jensson, 14.10.2017 kl. 16:05
Hér var ekkert ofsagt um einstakar persónur utan Magnúsar Hafsteinssonar. Mér er frjálst að hafa skoðanir á þessari hugmyndafræði sem ég tel skaðlega og það virðistvera almenn skoðun í þjóðfélaginu. Svo endilega stefnið okkur öllum JónValur guðfræðingur!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.10.2017 kl. 16:30
Svindl og óheiðarleiki ? og guðfræðingar innanborðs. Ekki gott.
Jón Ingi Cæsarsson, 14.10.2017 kl. 18:35
Það sem er öllu alvarlegra er uppkoma pólitísks rétttrúnaðar og sósialískum "stríðsmönnum" sem hefur öllu verið að tröllríða seinustu árin hér á íslandi og annarsstaðar.
Skoðanakúgunin, Þöggunin, haturinn og fordómarnir sem þeim fasisma fylgir er hreint ótrúlegur..
Dori (IP-tala skráð) 14.10.2017 kl. 19:18
Hinn pólitíski Jón Ingi (professional Samfylkingarmaður fyrir norðan) virðist leggja kollektífa sekt á flokk minn í þessu máli, samt að órannsökuðu máli, og síðan að smyrja þeirri sekt á mig líka! En ég vann fullkomlega heiðarlega og af mikilli þolinmæli að því að safna undirskriftum vikum saman, hverri einustu þeirra ekta og ósvikinni frá viðkomandi mönnum sjálfum, og hvergi varð ég vitni að neinni einustu falsaðri undirskrift og sinnti heldur ekki beiðni eins kunningja míns um að ég skrifaði fyrir hann nafn hans, kennitölu o.s.frv., heldur sagði ég það ekki heimilt og að ég myndi í staðinn koma til hans á vinnustað hans að morgni, hvað ég og gerði eftir ónógan svefn í gærmorgun, tók strætisvagn báðar leiðir til þess, en þetta er bara eitt af þeirri miklu fyrirhöfn sem hafa þarf í þessum málum. Allra síðustu dagana þar á undan hafði ég þó notið aðstoðar þriggja vina minna sem bílstjóra sem fóru með mig um Reykjavík og Kópavog í þessum fullkomlega löglega tilgangi og kann þeim þakkir fyrir, sem og öllum þeim sem styðja vildu rétt flokksins til framboðs í komandi kosningum. Nú er því miður búið að eyðileggja fyrir okkur alla þá miklu vinnu, undirbúning og starf heiðarlegra manna að málinu.
Jón Valur Jensson, 14.10.2017 kl. 20:07
Enga virðingu ber ég fyrir hugmyndafræði nazismans, ekki frekar en Jóhannes síðuhöfundur. Ótal oft hef ég fordæmt bæði nazisma, fasisma og rasisma opinskátt og opinberlega. Sjálf Íslenska þjóðfylkingin gerir það sama. Barátta hennar hefur aldrei verið fyrir rasískum viðhorfum.
En Jóhannes þarf að hemja og spara fordæmingarhneigð sína um saklausa menn og hópa, þegar hann hefur augljóslega engar forsendur til aðdróttana, hvað þá heldur til að níða menn að ósekju.
Jón Valur Jensson, 14.10.2017 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.