14.10.2017 | 15:58
Sunna Ósk Logadóttir
Sunna Ósk Logadóttir á þakkir skildar fyrir greinaskrifin um fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á Ófeigsfjarðarheiði, kenndar við Hvalá sem birst hafa á mbl.is í dag. Það er greinilegt að blaðamaðurinn hefur lagt mikla vinnu í þetta mál og er óhrædd að taka afstöðu. Vonandi að fleiri taki upplýsta afstöðu eftir að hafa kynnt sér þessi áform rækilega. Það má bara ekki gerast að ósnortin náttúra þessa afskekkta landshluta verði græðgivæðingunni að bráð. Nóg er nú samt á ábyrgð virkjunarsinna sem þeir hafa eyðilagt sem annars væri hægt að njóta um ókomin árhundruð.
Marga þyrstir í heiðarvötnin blá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.