15.10.2017 | 13:51
Kosningabomba Ásmundar reyndist handsprengja
Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins er fyrirframskipulögð af vönum mönnum sem hafa atvinnu af því að móta almenningsálitið og kunna líka fræðin um Damage control
Það sem af er þessari baráttu hefur formaður flokksins legið undir stöðugri ágjöf vegna persónulegra málefna og þessi pólitíska ágjöf var greinilega farin að hafa skaðleg áhrif á fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Og hvað gera almannatenglar og spunadoktorar þá? Jú þeir búa til bombur sem færir athygli frá því sem kemur flokknum verst og yfir á málefni sem fáir þora að snerta við en allir hafa sterkar skoðanir á. Og það er málefni hælisleitenda/flóttafólks.
Þess vegna trúi ég því ekki að grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær hafi komið nokkrum í kosningateymi flokksins á óvart. Þeir beinlínis hvöttu til þess að Ásmundur legði sjálfan sig undir í þeirri von að færa athyglina af Bjarna Benediktssyni yfir á umdeildar skoðanir Ásmundar , sem nota bene hefur viðrað þær áður og ekkert nýtt þar á ferð. Hins vegar held ég að mönnum hafi yfirsézt samlegðaráhrif neikvæðra frétta. Nú tala menn um sjálfstæðisflokkinn sem bæði spilltan og rasískan flokk. það er ekki góður kokteil fyrir fylgismenn flokksins að kyngja.
Í staðinn fyrir kosningabombu var Ásmundi fengin handsprengja sem búið var að taka pinnann úr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.