17.10.2017 | 10:46
Ómerkilegur lýðskrumari brýtur stjórnarskrá
Sigmundur Davíð er með ómerkilegri lýðskrumurum landsins. En hann veit hvað virkar. Hann er holdgervingur djöfulsins í hlutverki freistarans. Og hver vill ekki ókeypis peninga? Sigmundur Davíð heldur að svarið sé allir en þar skilur á milli siðblindu og heiðarleika. Sorrý Sigmundur, það er sem betur fer til fullt af fólki sem vill ekki skítuga peninga. Skítugir peningar eru til dæmis þjófstolnir peningar, mútufé og önnur verðmæti sem tíðkast í sýndarheimi siðblindingjanna.
Að komast til valda með loforðum um að gefa fólki fémæti, sem heyra undir eignir ríkisins er skýrt brot á stjórnarskránni. Nánar til tekið 41.gr. En auðvitað er það bara smámál í huga margra að fara á svig við grunnlög landsins. Þess vegna og það er megin ástæðan fyrir þeirri tregðu valdaflokkanna til að endurskoða helstu ákvæði stjórnarskrárinnar að sú endurskoðun mun óhjákvæmilega takmarka frjálslega túlkun núverandi stjórnarskrár.
En gylliboð eins og Sigmundur veifar nú án heimildar framan í kjósendur , geta líka varðað við við almenn hegningarlög. Það er lágmarkskrafa, að okkur sé hlíft við svona loddaraskap. Því munurinn á Sigmundi Davíð og Ástþóri Magnússyni er enginn. Jólasveinar þurfa líka að fara að lögum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.