19.10.2017 | 15:07
Frekjan í fötluðum
Fatlaðir eiga enga kröfu á samfélagið um að njóta jafns réttar á öllum sviðum og aðrir. Öll fæðumst við mismunandi. Sum erum líkamlega rétt sköpuð en andlega fötluð aðrir eru líkamlega fatlaðir en andlega heilbrigðir. Okkar litla samfélag getur ekki staðið undir frekjunni í fötluðum til viðbótar við frekjuna í þeim heilbrigðu sem vilja vera á örorku.
Í haust stóð hugur góða fólksins til að lögfesta notendastýrða persónulega þjónustu. Úr því varð ekki að þessu sinni. En samt vill mjög fjölfötluð manneskja fá að verða fósturforeldri. Ef þetta er ekki PR stunt þá veit ég ekki hvað liggur að baki. Það er ekki fræðilegur möguleiki á að þessi manneskja geti annast barn. Hún getur ekki einu sinni sinnt sér sjálf.
Hvenær linnir meðvirkni Íslendinga?
Freyja stefnir Barnaverndarstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Barn sem er 14 ára þarf líka að fara í fóstur. Og það eru ekki margir sem vilja taka að sér 14 ára.
Ég tel að þörfinn sé það mikil að betur komið sé barn hjá ákveðinni konu með höfuðið í lagi en einni sem hefur fætur en ekki svo skýrt höfuð. Andlegur stuðningur við 14 ára er nákvæmlega það sem hún getur gefið.
Matthildur Jóhannsdóttir, 19.10.2017 kl. 15:15
En hvað um fjölskylduformið Matthildur? Skiptir föðurímynd engu í þessu sambandi? En ef um væri að ræða karlkyns fjölfatlaðan mann? Fyndist þér það líka jafnsjálfsagt að hann fengi að fóstra ungling?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.10.2017 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.