19.10.2017 | 20:02
Röng túlkun á niðurstöðum
Bygging brúar og vegfyllingar yfir Kolgrafafjörð hafði að öllum líkindum lítil áhrif á þann mikla síldardauða sem þar varð veturinn 2012-2013. Orsökina má heldur rekja til þriggja ólíkra þátta sem saman mynduðu mjög erfiðar aðstæður fyrir síldina.
Ég held að blaðamaður mbl.is sem skrifaði þessa frétt hefði átt að lesa hana yfir áður en hann setti hana í loftið. Sérstaklega lokahlutann þar sem höfundur skýrslunnar beilínis segir að ekki hafi verið staðið nægilega vel að þverun Kolgrafarfjarðar þegar ákveðið var að gera landfyllingu og brúin höfð alltof lítil miðað við þann mikla mun sem verður á sjávarföllum í Breiðafirði.
Og þá var hún sennilega bara of sein að koma sér út, sagði Steingrímur. Benti hann aðspurður á að brúin gæti þá hafa haft áhrif á flóttaleiðina. Það er minna svæði til að synda út um og meiri straumur til að synda á móti, bætti hann við.
Erfitt væri að sannreyna þá tilgátu, þó eflaust myndu tvær brýr í stað einnar yfir fjörðinn eflaust auðvelda hringstreymið.
Engar haffræðilegar mælingar gerðar fyrir byggingu brúarinnar
Fram kom einnig í máli Steingríms að engar haffræðilegar mælingar hefðu verið gerðar fyrir byggingu brúarinnar og vatnsskipti fjarðarins ekki mæld með beinum hætti. Þess í stað hefði einfalt tvívítt líkan verið notað til að meta vatnsskiptin og brúin hönnuð á þann veg að vatnsskiptin yrðu áfram með svipuðu lagi eftir byggingu hennar.
Steingrímur sagði að ýmsan lærdóm mætti draga af því þegar ákvarðanir eru teknar um þverun annarra fjarða.
Það hefði þurft að mæla strauma og aðrar aðstæður í firðinum áður en brúin var byggð. Þá hefði verið hægt að sannreyna tvívíða líkanið, sem lýsti ekki aðstæðum í firðinum eftir þverunina í samræmi við mælingar.
Þetta er allt í samræmi við það sem heilbrigð skynsemi sagði manni á sínum tíma þegar ég fjallaði um þessa manngerðu síldargildru í Kolgrafarfirði. Enn er tilhneyging til að hvítþvo Vegagerðina og verkfræðingana sem komu að þessu tjóni varðandi síldardauðann samanber innganginn á þessari frétt. Það skil ég ekki.
Síldin var of sein að koma sér út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.