Röng túlkun á niðurstöðum

Bygg­ing brú­ar og veg­fyll­ing­ar yfir Kolgrafa­fjörð hafði að öll­um lík­ind­um lít­il áhrif á þann mikla síld­ar­dauða sem þar varð vet­ur­inn 2012-2013. Or­sök­ina má held­ur rekja til þriggja ólíkra þátta sem sam­an mynduðu mjög erfiðar aðstæður fyr­ir síld­ina.

Ég held að blaðamaður mbl.is sem skrifaði þessa frétt hefði átt að lesa hana yfir áður en hann setti hana í loftið. Sérstaklega lokahlutann þar sem höfundur skýrslunnar beilínis segir að ekki hafi verið staðið nægilega vel að þverun Kolgrafarfjarðar þegar ákveðið var að gera landfyllingu og brúin höfð alltof lítil miðað við þann mikla mun sem verður á sjávarföllum í Breiðafirði.

„Og þá var hún senni­lega bara of sein að koma sér út,“ sagði Stein­grím­ur. Benti hann aðspurður á að brú­in gæti þá hafa haft áhrif á flótta­leiðina. „Það er minna svæði til að synda út um og meiri straum­ur til að synda á móti,“ bætti hann við.

Erfitt væri að sann­reyna þá til­gátu, þó ef­laust myndu tvær brýr í stað einn­ar yfir fjörðinn ef­laust auðvelda hring­streymið.

Síldinni smalað með hvellhettum í Kolgrafafirði.
Síld­inni smalað með hvell­hett­um í Kolgrafaf­irði. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Eng­ar haffræðileg­ar mæl­ing­ar gerðar fyr­ir bygg­ingu brú­ar­inn­ar

Fram kom einnig í máli Stein­gríms að eng­ar haffræðileg­ar mæl­ing­ar hefðu verið gerðar fyr­ir bygg­ingu brú­ar­inn­ar og vatns­skipti fjarðar­ins ekki mæld með bein­um hætti. Þess í stað hefði ein­falt tví­vítt lík­an verið notað til að meta vatns­skipt­in og brú­in hönnuð á þann veg að vatns­skipt­in yrðu áfram með svipuðu lagi eft­ir bygg­ingu henn­ar.

Stein­grím­ur sagði að ýms­an lær­dóm mætti draga af því þegar ákv­arðanir eru tekn­ar um þver­un annarra fjarða.

„Það hefði þurft að mæla strauma og aðrar aðstæður í firðinum áður en brú­in var byggð. Þá hefði verið hægt að sann­reyna tví­víða líkanið, sem lýsti ekki aðstæðum í firðinum eft­ir þver­un­ina í sam­ræmi við mæl­ing­ar.“

Þetta er allt í samræmi við það sem heilbrigð skynsemi sagði manni á sínum tíma þegar ég fjallaði um þessa manngerðu síldargildru í Kolgrafarfirði. Enn er tilhneyging til að hvítþvo Vegagerðina og verkfræðingana sem komu að þessu tjóni varðandi síldardauðann samanber innganginn á þessari frétt.  Það skil ég ekki.


mbl.is „Síldin var of sein að koma sér út“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband