19.10.2017 | 21:11
Dæmi um eðlilega einkaframkvæmd
Bygging og rekstur nýs þjóðarleikvangs fyrir íþróttaviðburði í Laugardalnum í Reykjavík er fullkomið einkavæðingarverkefni eins og einkavæðing á að vera. Full fjármögnuð framkvæmd án aðkomu ríkis eða borgar. Nú er tækifærið til að bæta fyrir klúðrið með Hörpuna.
Hugmyndir forsætisráðherra eru illa ígrundaðar Hann er sennilega ennþá með hugann við lögbannið og klaufalegt svar sitt við spurningunni um hvort honum hafi verið kunnugt um, á undan öðrum, að til stæði að setja lögbann á fréttaflutning Stundarinnar upp úr Glitnisgögnunum. "Ég get ekki sagt það" þýðir bara ósköp einfaldlega já, á mannamáli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Athugasemdir
Þessi frétt á RUV fór framhjá mér http://www.ruv.is/frett/gudni-vill-reisa-yfirbyggdan-leikvang
En hafa skal þó þann fyrirvara á, að starfandi forsætisráðherra getur ekki bundið hendur fjárveitingavaldsins. Þannig er það bara þótt þessum valdaköllum gangi seint að skilja það
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.10.2017 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.