Talað niður til Fanneyjar Birnu

Eins mikið og ég hef hrósað þáttastjórn Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Silfrinu, þá verð ég að segja að þátturinn í dag var misheppnaður. Fyrir það fyrsta virkuðu þátttakendur í umræðunum um mál dagsins frekar áhugalitlir og jafnvel taugaáostyrkir. Öll nema Ómar Valdimarsson,sem virtist ekki vita hvers vegna hann væri yfir höfuð í þessum þætti. Ég veit ekki með Helga Seljan og Ingibjörgu Dögg. Kannski voru þau bara að skemmta sér í nótt og því illa fyrir kölluð. En Sirrý Hallgríms getur ekki borið því við.  Hún virkar á mig eins og hún sé alltaf illa fyrirkölluð.

saEn svo tók ekki betra við.  Fenginn var í þáttinn talsmaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson.
sem hefði getað útskýrt málflutning SA á mannamáli en kaus að gera það ekki. En hélt í staðinn kennarafyrirlestur um hagfræði og hagstærðir sem engin leið var að véfengja eða mótmæla. Þótt Fanney Birna hafi reynt af veikum mætti að skjóta inn spurningum og skýringum var valtað yfir allt það tal af fullkomnu virðingarleysi þess sem telur sig vita allt best og hefur beinlínis atvinnu af því að ljúga með tölur.  Þetta þarf Fanney Birna að hafa í huga við næsta val á viðmælendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Varðandi Halldór Benjamín Þorbergsson, er ég þér fullkomlega ósammála,  hann kost mjög vel frá sínum hlut og að hann hafi haldið einhvern "kennarafyrirlestur um hagfræði og hagstærðir er málflutningur sem er engan veginn boðlegur og að hann hafi "valtað" yfir þáttastjórnandann er fullyrðing sem er alveg út í hött.  En ég get verið sammála því að fyrri hluti þáttarins í dag var hvorki fugl né fiskur.....

Jóhann Elíasson, 22.10.2017 kl. 15:45

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Til hamingju Jóhann með að hafa lagað Caps Lock takkannmoney-mouth  Næst er að ofnota ekki B hnappinn.  

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2017 kl. 16:19

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað gat maður sagt sér það að ekki væri hægt að ræða við þig á nokkrum vitrænum nótum, eins og sést á þessari athugasemd þinni....

Jóhann Elíasson, 22.10.2017 kl. 16:51

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það fer náttúrulega eftir því hvaða greindarvísitölu þú miðar við, mína eða þína cool

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2017 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband